Burst í Róm - síðasti leikur Eiðs hjá Barca?

Börsungar unnu Evrópumeistaratitilinn mjög verðskuldað í Rómarborg í kvöld. Manchester United náði sér aldrei á strik eftir að Eto´o skoraði fyrra markið og liðið alveg arfaslakt lengst af. Börsungar réðu lögum og lofum á vellinum og tóku þetta traust og flott. Betra liðið vann klárlega í kvöld - sýndi algjöra yfirburði á öllum sviðum knattspyrnunnar á þessu kvöldi.

Eiður Smári varð Evrópumeistari, en samt finnst mér það afrek hans verða svolítið máttlaust þegar litið er á það að hann var aldrei inn á allan leikinn og algjörlega til hliðar. Finnst alveg hlægilegt að tala um mikið afrek í íslenskri íþróttasögu. Eiður hafði ekkert hlutverk í leiknum! Ætli þetta hafi verið síðasti leikur Eiðs Smára í liðsheild Börsunga?

mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Þór Hreggviðsson

Mér finnst það nú ekki sérstaklega máttlaust afrek að vera í leikmannahópi þessa liðs. Eiginlega bara ótrúlegt. Sérstaklega í ljósi þess hvað liðið var að afreka þetta tímabilið. Hver leikmaður hefur sitt hlutverk, Eiður lék kannski ekki aðalhlutverk, en hann á sinn þátt í velgengni liðsins. þetta er keppni milli liða, ekki einstaklinga.

Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 28.5.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigur miðjumannanna: Xavi og Iniesta. Þeir voru veikri vörn öflugur hlífiskjöldur og byggðu upp sóknirnar. Þetta var sigur andans yfir efninu.

Hvað Eið varðar: það er ekki amalegt að varamaður í sterkasta liði Evrópu.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 00:39

3 identicon

Eiður, sem er kominn á lokasprett ferils síns, er ekki í náðinni hjá þjálfaranum. Þegar maður tekur eftir að yfirmaður manns metur mann ekki að verðleikum þá leitar maður sér að öðrum vinnustað.

Elvar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 01:26

4 identicon

Mig langar nú til að benda þér á það að maður þarf ekki bara að vinna úrslitaleikinn til að vinna meistaradeildina. Afrek Eiðs er töluvert þó hann hafi ekki komið við sögu í þessum leik.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 09:14

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Mér finnst það hálf einkennilegt að nú keppist fólk við að gera lítið úr því afreki Eiðs að vera Evrópumeistari með stórkostlegu liði Bacelona. Það að vera varamaður í þessu frábæra liði er stórkostlegur árangur út að fyrir sig og að vera fyrsti varamaður fyrir snilling eins og Messi sem hefur skipað sér á bekk með bestu leikmönnum allra tíma er að sjálfsögðu ekki slæmt. Það var einmitt gaman að fá að fylgjast með þeim Messi og Ronaldo í sama leiknum þar sem sá síðarnefndi virkaði sem tuðandi tréhestur við hliðina á Messi.

Þorvaldur Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 09:50

6 identicon

þetta er svona ágætis afrek því í þessu liði eru engir miðlungsfótboltamenn og ég lít á hann sem varamann fyrir Iniesta sem enginn þarf að skammast sín fyrir. En ég vil að hann fari til minna liðs á Spáni t.d. Real Betis, Espanyol eða Zaragosa þar yrði hann eflaust fastamaður og þá myndi maður sjá hann blómstra  almennilega.  En mér finnst að hann eigi að vera á Spáni frekar en á Englandi ...

Torfi H. Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:57

7 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Ég sé ekki að þetta afrek Eiðs verði leikið eftir af íslenskum íþróttamanni.Enskur bikar og meistari.Spánskur meistari og bikarmeistari,síaðan evrópumeistari.Varla hægt að toppa það.Hann spilaði 160 mín í meistaradeildini.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband