Góð ræða hjá Bjarna - skynsamleg tillaga

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð sig vel á Alþingi í morgun við að rekja lið fyrir lið gallana á þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Sú tillaga veitir Samfylkingunni í raun opið umboð til að fara til Brussel í Evrópuvegferðina sína og er algjörlega óviðunandi.

Ég tel að Bjarni og Sigmundur Davíð hafi gert rétt í því að koma með aðra tillögu; virkja utanríkismálanefnd til að fara í þá vinnu sem fylgir þessu ferli og reyna á samningsmarkmið fyrir aðild. Held að enginn geti kvartað yfir því að málið sé sett í slíkt ferli.

mbl.is Óskiljanlegt og illa undirbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband