Dýrkeypt stefnumót á Manhattan

Michelle og Barack Obama
Mér finnst það nú frekar vanhugsað hjá Barack Obama að gera sér sérstaka ferð til New York til að fara á stefnumót með konunni sinni, út að borða og í show á Broadway, sérstaklega á þessum erfiðu tímum í efnahagsmálum. Hefði skilið þetta ef hann væri að fara til New York í einhverjum embættiserindum. Sérstök ferð á Manhattan til að njóta lífsins lítur því miður út eins og algjört snobb, elítuismi sem passar frekar illa sérstaklega nú.

Bandarískir kjósendur ákváðu að kjósa Obama á síðasta ári þrátt fyrir augljós einkenni elítuisma á honum og kosningamaskínu hans. Margoft var hann sakaður um snobb og að vera fjarlægur almúgafólki og skynja ekki vandamál þeirra; bæði af Hillary Rodham Clinton og John McCain. Sú gagnrýni var fjarri því bara frá repúblikunum heldur mun frekar frá demókrötum inni í gamla kjarnanum í flokknum.

Óneitanlega dettur manni fyrst í hug varnaðarorð gömlu demókratanna sem fannst Obama vera of fjarlægur til að skynja vanda almúgafólks. Þessi ferð til New York er eiginlega of snobbleg til að teljast innlegg inn í pólitíska umræðu en eflaust verður hún sett í pólitískt samhengi þrátt fyrir það.

mbl.is Obamahjónin á stefnumót á Broadway
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Óheppileg tímasetning hjá kallinum, vissulega. Það hefði strax verið betra ef hann hefði sameinað þetta með einhverri embættisferð til stóra eplisins.

Á þessum síðustu og verstu tímum er svona glamúr .. kampavíns og kavíar... óperu/leikhúsferðir hálf ósmekklegar eitthvað.

ThoR-E, 31.5.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband