Af hverju er ekki talað hreint út um lögbrotið?

Mér finnst það furðulegt að það sé ekki sagt hreint út hvert lögbrotið sem útibússtjórinn í Landsbankanum er grunaður um. Er betra að það séu kjaftasögur um það? Eðlilega spyr fólk spurninga og vill fá svör hreint út. Þetta er alvarlegt mál og betra að það sé ljóst hvað var gert í stað þess að það sé gefin út fréttatilkynning með hálfkveðnum vísum.


mbl.is Grunur um lögbrot útibússtjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Hugsanlega vegna þess að það er verið að rannsaka málið. Lögregluembættinu ber ekki að spilla rannsókn í þeim tilgangi að svala forvitni fólks. Það gæti svosem verið að ég sé að fara með rangt mál en ég sé hvergi að búið sé að sakfella einn eða neinn.

Einar Örn Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband