Flint sparkar í Brown - líður að endalokunum

gbrown
Á sömu stundu og Gordon Brown taldi sig hafa tekist ætlunarverkið; klára uppstokkunina á ríkisstjórninni, og var að ávarpa fjölmiðlamenn á blaðamannafundi í Downingstræti til að sýna fram á að hann væri enn við völd missti hann Caroline Flint fyrir borð. Afsögn hennar eru mikil tíðindi, enda varði hún Brown síðast í gærkvöldi, skömmu áður en James Purnell gekk úr stjórninni. Hún er náin vinkona Hazel Blears og Jacqui Smith sem báðar sögðu skilið við stjórnina í þessari viku.

Afsagnarbréf Caroline Flint er mjög harðorðað og vægðarlaust; mikil árás að forsætisráðherranum. Þar er hann sakaður um að vera karlremba, koma illa fram við konur í ríkisstjórninni og vera ókurteis og ódannaður. Þetta er gríðarlega harkaleg árás að Brown. Bréfið er mikil árás á Gordon Brown og gengið er miklu lengra en James Purnell gerði í gærkvöldi. Þetta er uppgjör konu við forsætisráðherra og flokksleiðtoga sem greinilega leit á konurnar sem aukvisa.

Merkilegast af öllu er þó að Glenys Kinnock er gerð að ráðherra Evrópumála á sama augnabliki og Caroline Flint gengur á dyr. Glenys er eiginkona Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, og var næstum orðin húsfreyja í Downingstræti árið 1992 þegar Kinnock mistókst naumlega að verða forsætisráðherra Bretlands. Eftir að Kinnock hætti í pólitík og sem kommissar hjá ESB í Brussel varð Glenys sjálf þátttakandi í Evrópupólitíkinni.

Brotthvarf Caroline Flint eru stórtíðindi. Ekki aðeins er hún mikið framtíðarefni og stendur einna fremst kvennanna í fremstu víglínu Verkamannaflokksins heldur er hún mjög beitt og öflug. Afsagnarbréfið er harkalegasta opinberlega gagnrýni á Brown og starfshætti hans úr fremstu víglínu Verkamannaflokksins. Ég held að dagar Browns á valdastóli séu brátt taldir. Væntanlega mun það ráðast á sunnudagskvöldið hvernig fer.

En það er nær útilokað að forsætisráðherra og flokksleiðtogi geti þolað svo margar afsagnir og opinberar árásir úr fremstu víglínu eigin flokks. Þetta er orðið mjög blóðugt og suddalegt, of mikið til að hægt sé að líta fram hjá því.

mbl.is Gordon Brown ætlar ekki að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband