Vinstristjórnin þjónar duttlungum Evrópuvaldsins

Ekki kemur það að óvörum að vinstristjórn leidd af Samfylkingunni hafi samið Íslendinga í skuldafangelsi til að þjóna duttlungum Evrópuvaldsins í Brussel. Þetta eru afarkostir og mjög umdeildur samningur á forsendum Íslendinga. Greinilega er verið að reyna að hafa alla góða og passa upp á að dyrnar til Brussel séu nú örugglega opnar.

Þetta er ekta eftirgangsemi við það vald sem Samfylkingin dáir hvað mest. Þarna er verið að hugsa um hag einhverra aðra en Íslendinga fyrst og fremst.

mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

þetta er satt og rétt hjá þér.

Réttast væri að benda þessu fólki bara að tala við lögfræðinginn okkar, því okkur ber engin lagaleg skylda til að greiða eina einustu krónu. Það á bara að láta hart mæta hörðu og fara með þetta fyrir dómstóla.

Viðar Freyr Guðmundsson, 5.6.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Páll Blöndal

Þú ert sjálfsagt með miklu betri lausn á þessu máli sem íhaldið kom okkur í?
Lát heyra.

Páll Blöndal, 5.6.2009 kl. 19:18

3 identicon

Jesús Kristur, segi ég nú bara! Minni manna er greinilega mjög lamað. Það var ekki Samfylking sem kom okkur í þessa klípu -- þótt vissulega megi segja að hún hafi ekki gert mikið í að verja okkur frá henni. Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafði þegar samþykkt ábyrgð Íslands í Icesave málinu þegar stjórnin féll, enda var hún augljós, og það var stjórn Sjálfstæðisflokks sem leiddi okkur á höggstokkinn með fáránlegri hagstjórn og spillingu í ráðningu seðlabankastjóra sem hélt að hann væri enn stjórnmálamaður en hafði ekki hugmynd um hvernig átti að reka seðlabanka. Þannig að, plís, látið fara lítið fyriri ykkur í þessu máli!

gh (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband