Hnífstunguárás í Hafnarstræti

Hnífstunguárásin í Hafnarstræti á björtum degi eru vond tíðindi fyrir okkur Akureyringa. Við erum ekki vön svona fréttum og því er það auðvitað visst áfall, sérstaklega að þetta gerist í hjarta bæjarins. Nýr veruleiki í bæjarlífinu verður óneitanlega með svona alvarlegri árás.

Fyrir mestu er að þetta mál sé upplýst. En það opnar auðvitað spurningar um hvort alvarleg undirheimavandamál, lífshættulegar árásir og grimmt ofbeldi verði meira áberandi hluti af bæjarlífinu hér.

mbl.is Tveir handteknir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Fyllibyttur og dópistar sem fara sér og öðrum að voða er nú ekkert nýtt á Akureyri minn kæri. Ef þú heldur það þá hefurðu sofið illa á verðinum.

Tíðnin er ekki mikil en svona viðburðir gerast alltaf af og til, menn teknir með haglabyssur í bænum, og meira ofbeldi.

Annars er nú svæsnasta ofbeldi sem ég hef séð í Ýdölum, og hef ég nú séð ýmislegt.

Einhver Ágúst, 6.6.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband