Lélegur samningur á Sikileyjarvöxtum

Ég trúi því varla enn að vinstristjórnin hafi samið svo herfilega af sér í Icesave-málinu og sætt sig við dílinn sem fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins kom heim með. Ekki er nóg með að íslenska þjóðin sé kúguð til samninga, sérstaklega lélegra samninga af ríkisstjórn sem vill hafa Brusselvaldið gott, heldur er samið um okurvexti ofan á þetta - hálfgerða Sikileyjarvexti. Þetta er dýr aðgöngumiði fyrir Samfylkinguna í Evrópusambandið.

Þetta er vondur díll - annað hvort hljóta þeir að vera veruleikafirrtir sem semja svona og um þessa vexti eða hreinlega hótað til samninga, skrifað undir með byssuhlaupið á gagnauga. Þetta minnir á dílinn sem Don Vito Corleone kom með í Guðföðurnum, samningur sem ekki er hægt að hafna - sem þýðir einhliða sigur og algjöra kúgun þess sem skrifar undir. Með hótunum er kannski hægt að ná fram öllu einhliða, eins og reyndin er nú.

Þessi ríkisstjórn hefur samið af sér. Það er ófyrirgefanlegt hvernig hún hefur klárað þetta mál. Hafi þetta fólk skömm fyrir.


mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Stefán, hjartanlega sammála þér - vel orðað: "Þetta er vondur díll - annað hvort hljóta þeir að vera veruleikafirrtir sem semja svona og um þessa vexti eða hreinlega hótað til samninga, skrifað undir með byssuhlaupið á gagnauga. Þetta minnir á dílinn sem Don Vito Corleone kom með í Guðföðurnum, samningur sem ekki er hægt að hafna - sem þýðir einhliða sigur og algjöra kúgun þess sem skrifar undir. Með hótunum er kannski hægt að ná fram öllu einhliða, eins og reyndin er nú.  Þessi ríkisstjórn hefur samið af sér. Það er ófyrirgefanlegt hvernig hún hefur klárað þetta mál. Hafi þetta fólk skömm fyrir." - Þessi gjörningur er algjörlega ÓFYRIRGEFANLEGUR svo SLAPPUR er hann að maður verður næstum því ORÐLAUS...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Heyr, heir!

Sama þótt síðurvitrir stjónmálamenn fyrri stjórnar hafi sagt Íslendinga borga fyrir Icesave svikamylluna, þá er það ekki bindandi. Það hafa hvorki verið gerðir samningar né dómsstólar dæmt Íslendinga ábyrga fyrir skuldum einkabankanna.

Þær ákvarðannir sem núverandi stjórnvöld taka er alfarið á þeirra ábyrgð. Ef þau skrifa undir samninga sem setja skuldir óreiðumanna á bak barnanna okkar þá eru þau VANHÆF. Ég mun aldrei sætta mig við slík svik og siðleysi!

Sjáumst í Byltingunni!

Jón Þór Ólafsson, 6.6.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Jens Pétur Jensen

Samningurinn hlýtur að innihalda einhverskonar uppsagnar- og öryggisákvæði, sem tengist verðþróun Icesave-eigna Landsbankans erlendis næstu 15 árin. Það getur bara ekki annað verið. Ef krónan styrkist ekki verulega á næstu mánuðum (30-50%) og ef landsframleiðslan eykst ekki um sem nemur a.m.k. vöxtunum af láninu árlega, þá er þetta vonlaust verk að tala um.

Ég þykist vera sæmilega töluglöggur maður, sem hagfræðingur, en geri mér samt litla grein fyrir þeim gríðarlegu fjárhæðum sem hér er um að tefla. Prófið að skrifa töluna 630 milljarðar inn í venjulega reiknivél. Það gengur ekki. Glugginn er ekki nógu langur. Talan er 64 og tíu núll! Skilur einhver þannig tölu til fulls? Fjárhæðin jafngildir um fimm til sex Kárahnjúkavirkjunum, eitthundrað Hvalfjarðargöngum og skuldum um 25.000 heimila, sem hvert um sig skuldar um 25 milljónir króna!

Ég trúi ekki öðru en að Mæðradagsstjórnin mun sýna Alþingi fram á, að í samningnum sé til staðar sé staðar öryggisventill sem tekur mið af verðþróun Icesave eignanna. Ef ekki, þá er veruleg hætta á að Ísland glati sjálfstæði sínu ef við samþykkjum samninginn eins og sagt er frá honum í Morgunblaðinu.

Ég er líka sammála Halldóri Jónssyni, gamla verkfræðingnum, sem einnig bloggar um málið í dag undir tiltlinum "af hverju að borga Brown núna?". Við ættum að bíða aðeins og reyna dómstólaleiðina. Af fréttum af dæma eru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands hvort eð er búnar að greiða innstæðueigendum Icesave æfintýrsins og það er komið sumar :).

Jens Pétur Jensen, 6.6.2009 kl. 14:52

4 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Og hafi þessar tvær þjóðir Holland og England sköm af.Við gefumst upp og þeir setja okurvexti á okkur,þegar seðlabankar þessara ríkja eru með 0,5% vexti.Þetta eiga að teljast vinaþjóðir okkar.Svavar ætti að tala við Ragnar Arnalds.Og samspillingin ætllar að selja okkur vegna þessa EU

Haraldur Huginn Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég var aldrei sáttur við að borga Icesave og skrifaði margar greinar um það í október og nóvember. Margt hefur hinsvegar gerst síðan í nóvember. Bretar eru mun verr staddir nú en þeir voru þá og í mikilli klípu. Þessir vextir eru algjörlega óásættanlegir og þetta eru afarkostir.

Eftir þessa grein snerist ég gegn bæði Geir og Árna, enda sömdu þeir herfilega af sér. Þeim urðu á víðtæk mistök. Þeir sem hafa lesið vefinn síðustu mánuði vita að ég úthúðað þeirra samningum og aðgerðum á þessum tíma. Heildarmyndin er miklu skýrari núna.

Ég sé mest eftir því að hafa kosið til valda menn sem brugðust þjóðinni og stóðu ekki í lappirnar þegar þess var þörf. En það réttlætir ekki þennan díl og mér finnst það forkostanlegt að sætta sig við svona háa vexti ofan á kúgunina. Þetta er skelfileg niðurlæging fyrir Ísland.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.6.2009 kl. 16:43

6 identicon

Jens: Þú segir "Ef krónan styrkist ekki verulega á næstu mánuðum (30-50%) og ef landsframleiðslan eykst ekki um sem nemur a.m.k. vöxtunum af láninu árlega, þá er þetta vonlaust verk að tala um."

Þú verður að átta þig á því, að þetta lán verður ekki borgað með krónum, heldur útflutningu, og tekjum af honum.  Ef við skuldum eina evru, þá þurfum við að selja fyrir eina evru, sama hvernig genginu er háttað hér á landi.

Því má bæta við að seðlabankinn hefur gefið út að gengið haldist eins og það er í dag næstu 3 árin að minsta kosti, hver veit hvernig það verður eftir það.

kv

Magnús (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:51

7 identicon

Hvers eiga börnin mín og barnabörn að gjalda?Er þetta helvítis pakk orðið algjörlega geggað?Hvernig dettur þessum lýð í hug að skuldbinda okkur svona.Við eigum ekki að borga þessa reikninga.Jóhanna og Steingrímur þið eruð gungur og dusilmenni að samþykkja þetta,það mun verða reist níðstöng á þessa eínskis nýtu ríkisstjórn,og megið þið aldrei þrífast.Og hvernig er með þessa svokölluðu samninganefnd sem er skipuð afætum , kerfiskörlum og konum,hafiði skömm fyrir þessa þjóðníðingasamninga sem þið komuð á,ásamt einhverjum álíka einskis nýtum kynvilluaðli frá enskum stofnunum.

magnús steinar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:56

8 identicon

Magnús, þú segir réttilega "að þetta lán verður ekki borgað með krónum, heldur útflutningi, og tekjum af honum.  Ef við skuldum eina evru, þá þurfum við að selja fyrir eina evru, sama hvernig genginu er háttað hér á landi."

Þú verður að átta þig á því að það er Ríkissjóður Íslands sem er skuldarinn. Lánið verður annars vegar greitt af skattfé log hins vegar af því sem innheimtist fyrir eignir bankanna erlendis. Eftir því sem krónan er veikari þurfa landsmenn að greiða fleiri krónur og þeim mun þyngri verður skattbyrðin vegna lánanna ekki satt? Hins vegar fáum við færri krónur fyrir hverja eina Evru í útflutningstekjum, en útflutningsfyrirtækin eru ekki skuldarinn heldur ríkissjóður.

Mbk, Jens P. Jensen. 

Jens (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband