Þjóðin dæmd í skuldafangelsi - svik við kjósendur



Niðurstaðan í Icesave-málinu er skelfileg. Þetta er fullnaðarsigur Breta, enda fagna þeir mjög. Við höfum verið kúguð og dæmd í algjört skuldafangelsi. Þetta er hið mikla afrek vinstriaflanna við völd og samninganefndarinnar sem leidd var af stjórnmálamanninum forna Svavari Gestssyni. Hver trúir því núna sem Steingrímur J. sagði forðum að niðurstaðan í Icesave yrði ásættanleg fyrir okkur? Eru þessir okurvextir ásættanlegir kannski?

Stóra niðurstaðan er að VG hefur sveiflast til og frá á mettíma. Þeir hafa svikið kjósendur sína og brugðist þeim sem treystu þeim. Þetta eru algjör svik við kjósendur. Margir hljóta að vera vonsviknir núna þegar vinstriöflin hafa skuldbundið núlifandi kynslóðir og framtíðarkynslóðir og dæmt þær í skuldafangelsi.

Ætli það sé ekki enn meiri ástæða núna heldur en fyrir nokkrum mánuðum að biðja Guð að blessa Ísland? Ill eru örlög Íslands að hafa kosið þetta fólk til að kúga þjóðina til að borga skuldir óreiðumanna.

Horfið á klippuna þarna uppi. Laug ekki Steingrímur J. að þinginu fyrir nokkrum dögum?

mbl.is Mjög mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Leiðrétting: Hagfræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins dæmdi þjóðina í skuldafangelsi.

hilmar jónsson, 6.6.2009 kl. 16:54

2 identicon

Hvers eiga börn og barnabörn mín að gjalda?Af hverju eiga þau að borga fyrir óráðsíu örfárra drullusokka?Steingrímur, Jóhanna og öll ykkar ríkisstjórn ég mun reisa ykkur níðstög og óska ykkur alls ills fyrir þennan gjörning,þið eruð gungur og dusilmenni,og megið þið aldrei þrífast.Og þessi samninganefnd afætur og einskis nýtir kerfiskarlar og konur.Möo hvað ætli þetta kommahyski hafi fengið borgað fyrir að sitja og blaðra við breskan kynvilluaðal,og skrifa svo undir þvílíkan þjóðníðingasamning,hafiðið ætíð skömm fyrir.

magnús steinar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:01

3 identicon

Ég mótmæli kröftuglega í krafti réttlætisins. Ég lýsi fyrirlitningu minni á vinnubrögð þess fólks, sem stóð að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Ég lýsi fyrirlitningu minni á þeim sofandahætti og sjórnmálalega subbuskap, sem þar var hafður frammi. Guð getur kanski fyrirgefið því, af því það vissi ekki hvað það gerði. Ég get það ekki, því iðrun er engin í brjósti þessa fólks, aðeins hroki og yfirlæti á þar rúm.  Steingrími er vorkunn, hann er heiðarlegur Íslendingur og vill standa við sitt. Eini ljósi punkturinn fyrir komandi kynslóðir er kanski"Sagan", sem gæti hljóðað svo:  "Íslendingar, sem þjóð, sýndu heiðarleika og reyndu hvað þeir gátu, til að borga skuldir sínar." En hvað  með þessa menn, og þessar konur, sem skópuðu skuldirnar. þáðu ofurlaun á ofurlaun ofan, bónusa og bitlinga. Sukkuðu og svínuðu  með annarra manna fé í gengdarlausu græðgissvalli . Ætlar þetta stórhuga fólk ekki að iðrast, sýna  yfirbót og borga myndarlega sitt?  Eða eru aurarnir  þeim virkilega æðri, en æran? Vonandi EKKI. Allra vegna

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:03

4 identicon

Nú er enn einu sinni verið að taka til eftir SjálfsstæðisFramsókarmenn.  Þeir ættu að hafa í huga hvaðan skíturinn kom.  

Rúnar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er þetta VG að kenna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gullfiskaminni er erfiður baggi að bera. Stefán minn... það er verið að taka til skítinn sem varð til vegna stefnu og gjörða Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 

En gullfiskaminni og blind flokkshollnusta er ólæknandi og þess vegna ætla ég ekki að gera neinar athugsemdir við þennan pistil þinn sem þú vafalaust ritar í góðri trú á skýjum óminnis.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2009 kl. 10:31

7 identicon

VG eyddi allt of miklum tíma á þinginu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu að segja að það væru allt of margir sem fengju ekkert til að njóta góðærisins þannig að þeir vildu stækka svikamylluna svo allir fengju af Góðærislánakökunni sem nú reynist bannvæn fyrir marga. VG rak kolvitlausa stjórnarandstöðu þeir áttu að hamra á þessu dag og nótt til hræða þessa svikamyllumenn strax í upphafi stað þess að eyða orkunni í vinsældarpólitík til að fá kjósendur til lags við sig. Lítil dæmi saga svona í endirinn: Sjálfstæðisflokkurinn keyr'i fullur á bíl Vinstri Grænir sáu hvað gerðist en létu ekki lögreglunna vita að alvarleika málsins.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:54

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Blind flokkshollusta? Hef ég ekki gagnrýnt forystumenn Sjálfstæðisflokksins fyrir hrunið og úthúðað þeim? Veit ekki betur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.6.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband