Óendurgoldin evrópsk ást - Júrósnobb Obama

Barack Obama hefur verið gríðarlega vinsæll í Þýskalandi og Frakklandi - nú er að kólna í þeim glæðum. Síðasta sumar gerði hann sér sérstaka ferð þangað til að tala um mikilvægi þess að styrkja samskipti Bandaríkjanna og Evrópu. Evrópska pressan hefur því verið hálf kuldaleg í garð forsetans að nú þegar hann hefur tekið við embætti skuli hann ekki einblína meira á að bæta samskiptin við stjórnvöld í Berlín og París. Hann afþakkar kvöldverðarboð forseta Frakklands og ískuldi var á blaðamannafundi forsetans og þýska kanslarans.

Hann er sakaður um Júrósnobb í pressunni þar. Margt hefur breyst á skömmum tíma. Síðasta sumar var Obama í miklu uppáhaldi í þessum löndum. Hann fór til Berlínar og flutti ræðu við Sigursúluna. Var hylltur eins og þjóðhetja. Þótti traustur að hafa fetað í fótspor Kennedys, Reagans og Clintons með því að fara til Berlínar og flytja þar sumpart sögulega ræðu. Hann fór líka til Frakklands en vildi ekki flytja ræðu þar eða koma sérstaklega fram, minnugur þess að það var John Kerry skeinuhætt að tala frönsku reiprennandi í baráttunni 2004.

George W. Bush var mjög óvinsæll í Evrópu. Evrópubúar bjuggust því við því að eitthvað myndi breytast með nýjum húsbónda í Hvíta húsinu. Skiljanlega eru Þjóðverjar og Frakkar vonsviknir með að lítið hefur breyst og Júrósnobb einkenni bandaríska forsetann, þann sama og þeir hylltu fyrir ári.

Vandræðalegast af öllu er að Obama tók með sér smakkara á stefnumótið, sem Obama vildi heldur fara á en þiggja kvöldverðarboð í Elysée-höll sem hefur ergt mjög marga. Ef það er eitthvað sem Frakkar þola ekki er það þegar maturinn þeirra er véfengdur.

mbl.is Obama var með smakkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband