Hreinn viðbjóður

Mér finnst það hreinn viðbjóður að taílenskt dagblað hafi birt myndir af líki leikarans David Carradine. Mér finnst það algjört siðleysi að fjölmiðlar birti slíkar myndir. Er ekki hægt annað en vorkenna ættingjum og aðstandendum á þeim tímapunkti sem "fjölmiðlun" nær þessum sorglega lágpunkti. Það á að vera heiðarleg skylda fjölmiðla að vanhelga ekki minningu látinna eða reyna að standa vörð um virðingu þeirra sem látnir eru.

Það er skoðun mín að þessi myndbirting komi umræðu um fjölmiðla á lágan stall og í raun er ekki hægt annað en fordæma þessa myndbirtingu. Það á að vera skylda fjölmiðla að koma fram með heiðarlegum hætti og ekki gera neitt það sem augljóslega misbýður þeim sem eru í sárum eftir sorglegt andlát ættingja eða vinar.

mbl.is Fjölskylda Carradine í uppnámi vegna ljósmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona myndbirtingar eru alls ekkert óvenjulegar í Tælenskum og raunar mörgum asískum og einnig suður-amerískum dagblöðum, þetta er fremur meginregla heldur en undantekning.

Arngrímur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband