Kristján Þór og Sigrún Björk blogga

Sigrún Björk og Kristján Þór Mér finnst það mikið gleðiefni að Kristján Þór Júlíusson, nýkjörinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og fráfarandi bæjarstjóri hér á Akureyri, heldur áfram að blogga á vef sínum eftir prófkjör flokksins í síðasta mánuði. Það er svo sannarlega mikilvægt að hann skrifi þar áfram.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að blogga og því er það ekkert nema hið besta mál að kjördæmaleiðtogi okkar hafi heimasíðu og skrifi milliliðalaust til kjósenda. Svona eiga stjórnmálamenn að vera og þeir mættu vera fleiri sem skrifa á vefi sína eftir prófkjörin, enda virðast þeir deyja of oft eftir prófkjör flokkanna, sem verður auðvitað táknmynd líflausra stjórnmálamanna.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, verðandi bæjarstjóri, er að fara að blogga líka, en hún opnar bráðlega bloggvef hér á blog.is og bætist við samfélagið okkar, sem er ört vaxandi. Við sjálfstæðismenn á Akureyri getum verið stoltir af því að þrír af fjórum bæjarfulltrúum okkar blogga, en Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar, hefur bloggað reglulega að undanförnu á vef sínum.

Þetta er mjög ánægjulegt og ég fagna því að bæjarfulltrúar séu með lifandi og hressilega vefi skoðana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Munið líka eftir smáfuglunum, nú er hart í ári og Sólskríkjusjóður selur ódýrt fræ!

Sigurjón Benediktsson, 12.12.2006 kl. 13:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heill og sæll

Ég er mjög ánægður með að þú skrifar enn og ert með lifandi og ferskar skoðanir á málefnum dagsins í dag. Það er mjög gott mál og ég vona að þú verðir sem lengst að skrifa, enda veitir okkur ekki af fólki með skoðanir í stjórnmálin. Nógu mikið er af innihaldslausu maskínufólki þar sem hefur engar skoðanir en lítur út eins og Ken og Barbie í raunveruleikaþætti vestanhafs.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.12.2006 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband