Algjörlega til skammar

Lögregla á vettvangi Það nísti mig algjörlega inn að beini að heyra í gær lýsingar lögreglu á framkomu sumra vegfaranda á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið í kjölfar alvarlegs umferðarslyss. Þar lést tæplega þrítugur maður og nokkrir slösuðust þar mjög illa. Mér finnst þetta algjörlega til skammar þeim sem svona komu fram og þetta er ljótur vitnisburður á hugsunarhætti fólks sem þarna birtist.

Það er ömurlegt að lesa að fólk sem er á vettvangi slyss af þessu tagi sýnir ekki fólkinu þá virðingu að bíða meðan að hlúð er að slösuðum. Sérstaklega athyglisvert er að lesa lýsingu Kristins Inga Péturssonar, sem kom að slysinu, á aðstæðum og því hvernig framkoma fólks á slysstað var. Ég sem sjálfur hef lent í alvarlegu slysi veit mjög vel að allt snýst þar um að sjúkrabíll geti komist á svæðið og læknar og sjúkralið geti hlúð að fólki. Það snýst allt um fyrstu viðbrögð og þeir sem starfa við þessi verk verða að geta athafnað sig án þess að fólk, sem greinilega er á kafi í eigin lífsgæðakapphlaupi og hugsar ekki um aðra, trufli það.

Fólk verður alvarlega að fara að hugsa sinn gang að mínu mati. Það er til marks hnignandi samfélagi að mínu mati að heyra af svona skítlegri framkomu fólks á slysstað, þar sem fólk hefur slasast alvarlega og þarf að aðhlynningu að halda. Geti fólk ekki sýnt slíkum störfum þá virðingu að bíða og eða að leggja því hjálparhönd er eitthvað mikið orðið að þessu samfélagi sem við lifum í. Við þurfum svo sannarlega að fara að horfa í spegil og spyrja okkur sjálf hvað skiptir mestu máli í lífinu.

mbl.is Framkoma á slysstað gekk fram af vegfaranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er þetta oft, því miður. Frændi minn lenti í slysi á Holtavörðuheiði fyrir nokkrum árum, þar sem urðu alvarleg slys á ungu fólki. Í langan tíma stoppaði enginn. Loksins þegar einhver stoppaði var hringt í neyðarlínuna, en fólk stóð bara og góndi. Maður sem var beðinn að lána hríðskjálfandi og slasaðri stúlku flíspeysuna sína tímdi því ekki, því hann vildi ekki fá blóð í hana.

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 14:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Bjarni

Takk fyrir innleggið. Já, þetta er svo sannarlega sorglegt. Þetta er vitnisburður þess að eitthvað er að í okkar samfélagi. Við verðum öll að hugsa okkar gang. Það eru margir sem hafa þann náungakærleik í sér að meta líf annarra einhvers og leggja lið í svona aðstæðum, en þeir eru til sem keyra framhjá eða reyna greinilega að komast burt af slysstað sem hefur verið lokaður af. Þetta er bara sorglegt og það verður að tala um þetta, enda er þetta stóralvarlegt mál að mínu mati.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.12.2006 kl. 14:12

3 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Innilega sammála þér. Kaldhæðnislegt að þetta skuli síðan komast í hámæli í jólamánuðinum sjálfum, þegar náungakærleikurinn á að vera allt um lykjandi.

Agnar Freyr Helgason, 12.12.2006 kl. 14:14

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er svo sannarlega kaldhæðnislegt að þetta sé svona hálfum mánuði fyrir jólin, hátíð kærleikans. Tek heilshugar undir það. En svona er þetta víst, en maður verður sjokkeraður að heyra af þessu. En vonandi vekur þetta marga til lífsins um hvað skiptir mestu máli í lífinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.12.2006 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband