Hver verður mótleikur sjálfstæðismanna í Kópavogi?

Ekki þarf að vera mjög spámannlega vaxinn til að átta sig á því að Framsókn mun gera kröfu um bæjarstjóraskipti í Kópavogi í kjölfar skýrslu Deloitte. Einn bæjarfulltrúi þeirra mun ekki taka ábyrgð á þessu máli með stuðningi við Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Stóra spurningin er því hver mótleikur Sjálfstæðisflokksins verði.

Staða Gunnars veiktist frekar styrktist í viðtalinu í Kastljósi í gærkvöldi. Þar rakst hvað á annars horn og afskaplega erfitt að trúa því að viðskiptin við Frjálsa miðlun sé siðleg og eðlileg. Þetta mál lítur skelfilega út og er pólitískt óverjandi fyrir hvaða flokk sem er, helst af öllum þann sem viðkomandi maður leiðir.

Hvað gera aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins? Munu þeir allir lýsa yfir stuðningi við Gunnar eða taka til sinna ráða riði meirihlutasamstarfið til falls? Ég á bágt með að trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í Kraga og Kópavogi, muni láta einn mann dæma hann til minnihlutavistar í Kópavogi.

Heiðarlegast væri að Gunnar viki til hliðar, enda erfitt að sjá hvernig hann geti staðið málið af sér og setið lengur sem bæjarstjóri. Augljóst er að ekki er lengur meirihluti fyrir setu hans á valdastóli ef Framsókn setur fram afarkostina.

Nú reynir á hvort hægt sé að ljúka þessu máli með sóma eða láta það enda í allsherjar tragedíu fyrir alla sjálfstæðismenn í Kópavogi.

mbl.is Ræða næstu skref í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán sjáðu þetta!!!

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item283597/

Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán, niðurstaða er komin frá Framsókn - Gunnar Birgisson víki úr stóli bæjarstjóra - Gunnar á tvo möguleika víkja fyrir Sjálfstæðismanni eða Samfylkingarkonu - hans bæjartjórnartíð er lokið.

Nú kemur í ljós hvort Gunnar telji sjálfan sig stærri en flokkur

Óðinn Þórisson, 11.6.2009 kl. 07:45

3 identicon

Af hverju hefur ekkert heyrst frá formanni Sjálfstæðisflokksins eftir að skýrslan kom út, var hann ekki að bíða eftir henni?  Eða missti ég af viðbrögðum hans?  Ef svo, þá linkur vel þeginn.  Takk.

ASE (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband