Fimm vinstri grænir töluðu í 45 tíma á þingi

AlþingiÞað er alltaf jafnáhugavert að kynna sér tímamælingar á ræðuhöldum á Alþingi. Sá frétt um þetta núna í kvöld sem vakti nokkra athygli mína. Þar kemur m.a. fram að fimm manna þingflokkur VG talar mest allra þingflokka í þingsal. 5 vinstri grænir töluðu semsagt í 44 klukkustundir og 55 mínútur en 23 manna þingflokkur Sjálfstæðisflokkins kemur næstur með 35 klukkustundir og 22 mínútur.

Aldrei þessu vant er Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ekki ræðukóngur í þinginu. Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, talaði manna mest og lét einn móðinn mása í rúman hálfan sólarhring samtals, eða 13 klukkustundir og 40 mínútur. Steingrímur kom næstur með 10 klukkustundir og 37 mínútur. Enginn kemst nálægt þeim félögum í að geta talað lengi greinilega.

Minnst töluðu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurrós Þorgrímsdóttir í Suðvesturkjördæmi og Kjartan Ólafsson í Suðurkjördæmi. Kjartan talaði aðeins í átta mínútur í ræðustóli á haustþinginu en Sigurrós hélt aðeins eina ræðu allt haustmisserið og þá í tvær mínútur um aðgerðir gegn ofsaakstri í umferðinni. Þess má geta að Sigurrós er í 22. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum eftir fall í prófkjöri og er því á útleið af þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það slær nú samt enginn Hjölla Gutt við í málþófi. Enda voru ræður ekki mældar í mínútum á þeim tíma heldur í "Hjöllum":

Árni G. (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband