Var kúlulánið til Sigurjóns veitt úr séreignasjóði?

Eftir því sem meira er pískrað um tugmilljóna kúlulán til Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, verður málið óhuggulegra og dularfyllra. Fregnir herma nú að lánið sé úr séreignalífeyrissjóði í vörslu Landsbankans en ekki einkalífeyrissjóði. Sjóðsfélagarnir eru vel á þriðja þúsund en ekki Sigurjón einn. 

Ekki aðeins vekur það athygli heldur og mun frekar vaxtakjörin. Þetta kemur fjarri því heim og saman við yfirlýsingar Sigurðar G. Guðjónssonar í gær um að þetta væri einkalífeyrissjóður Sigurjóns sjálfs. Varla passar það heim og saman þegar ljóst er að yfir 2500 manns hafa greitt í hann.

Fullyrt er á sumum vefum að lánin séu tvö, samtals 70 milljónir. Þessar kjaftasögur eru alvarlegt mál. Þeir verða að svara fyrir þær. Þeir 2500 einstaklingar sem borguðu í þennan sjóð hljóta sérstaklega að kalla eftir svörum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband