Fjármálaeftirlitið skoðar hringekju Sigurjóns

Mikið var að Fjármálaeftirlitið vaknaði og hóf rannsókn á hringekjusukki Sigurjóns Þ. Árnasonar. Í þeim efnum þurfti skrif hjá bloggurum og að birta mikilvæg gögn til að sjálft Fjármálaeftirlitið tæki til starfa og færi í verkið. Þeir bloggarar sem vöktu fyrst máls á þessu sukki og svínaríi, siðlausum vinnubrögðum, eiga hrós skilið.

Svona þarf að vinna. Koma málum í dagsljósið og rekja slóðina - kanna þau svo tekið verði á málinu. Landsbankinn gerir hið eina í stöðunni og biður um rannsókn. Farið verði yfir svikamylluna og hvernig var unnið.

Samt þarf að svara mörgum spurningum. Þær verður að fá fram. Hvort sem það verður sótt inn í Nýja landsbankann eða þá sem véluðu um sukkið.


mbl.is Máli Sigurjóns vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

En taktu eftir það er ekkert rannsakað nema einstaklingar leki út upplýsingum, Landsbankinn og aðrir bankar og þeirra vinir eru algjörlega ekki að fara að rannsaka sjálfa sig neitt sérstaklega.

Eva Joly vinkona okkar virðist alltaf hafa meira og meira til síns máls.

Sigurður G, úff þvílíkur maður....

Einhver Ágúst, 15.6.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband