Einum of langt gengið

Margt er sagt og gert í hita leiksins í íþróttum. Þetta atvik á KR-vellinum er til skammar og ljótt fyrir sportið. Mikilvægt er að menn hagi sér almennilega og kunni að taka ósigri, ráðist ekki að sigurvegurunum. Vissulega er sumum erfitt að taka ósigri, en í ósigri kemur hið sanna eðli hvers einstaklings fram og hvernig hann vinnur undir álagi.

mbl.is Flösku grýtt í KR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll Stefán Friðrik.

Góðar þakkir fyrir þessa færslu. Ég er að vísu ekki KR-ingur heldur Þróttari, en það kemur málinu ekki við. Svo mikið veit ég nefnilega að síðustu 10 árin eða svo hefur verið gert mikið átak í þessum málum meðal foreldra í yngri flokkum. Þar hafa KR-ingar gengið framarlega og t.d. gefið út hegðunarleiðbeiningar fyrir foreldra á spjaldi á stærð við krítarkort.

Nú er greinilega kominn tími til að taka "bullurnar" í gegn. Mér er nákvæmlega sama hvað félag þær styðja. Það er svo sem vitað mál að það er skemmtilegra að vinna en tapa. Strákarnir á vellinum vita þetta. En við þurfum greinilega að taka áhorfendur í kennslustund

Þegar allt kemur til alls er fótbolti "bara" leikur.

Jón Daníelsson, 15.6.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Hulduheimar

Já, þessi framkoma er til skammar en sem betur fer er þetta undantekning. Staðreyndin er sú að Keflvíkurliðið hefur hvað eftir annað síðustu ár hlotið verðlaun fyrir að vera prúðmannlegasta liðið í íslenska boltanum og áhorfendur þeirra verið valdir þeir bestu einnig. Því miður eru þó alltaf skemmd epli innan um.

Hulduheimar, 15.6.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband