Bjöllusauður á Alþingi

Orðið bjöllusauður fékk nýja merkingu á Alþingi í dag með vinnubrögðum forseta Alþingis. Mér finnst eðlilegt að þingforseti hafi stjórn á fundum þingsins og noti bjölluna til að minna ræðumenn á tímamörk en ég tel að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafi farið yfir öll mörk með starfsháttum sínum.

Reyndar hefur þessi þingforseti látið stórundarlega síðan hún tók við embætti og farið yfir strikið í smámunasömum athugasemdum um starfsheiti þingmanna og ráðherra og verið þar með formlegustu þingforsetum sem setið hafa áratugum saman.

Þingið þarf á virðulegum þingforseta sem sættir ólík sjónarmið og stendur vörð um virðingu þingsins mun frekar en hann verði hringjarinn í Notre Dame eða hálfgerður bjöllusauður.

mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Var þetta ekki bara hin Fagra litla diskódís að slá taktinn? Stjórnmálin taka sífellt á sig sérkennilegri blæ, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 17.6.2009 kl. 01:05

2 identicon

Hef fylgst með störfum alþingis lengi.  Ásta Ragnheiður fór að þingsköpum. Rugglukollurinn SD fór út fyrir dagskrár málið með því að vísa í dagblað, um ummæli Jóhönnu.

Olafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég verð nú reyndar að segja að það er ekki eins og að þetta hafi fyrst átt sér stað nú. Varðandi formlegheitin þá var sem dæmi Halldór Blöndla mjög harður á þeim. Gerði alltaf athugasemd við þá sem ekki fóru rétt með virðingatitla titla þingmanna annarsvegar og ráðherra hinsvegar. Ef þingmenn fóru yfir tímamörk eða fóru út um víðanvöll í athugasemdum um þingstörf þá var slegið lengi hátt og duglega. Ef það gekk ekki þá tók hann orðið af þingmönnum. Slíkt horfði kanski öðruvísi við ykkur þá enda hafast menn ólíkt við hvort sem menn eru í meirihluta eða minnihluta.

Ekki er ég að hnýta í Halldór en störf alþingis eru á valdi Þingforseta.

Andrés Kristjánsson, 17.6.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var að hugsa um að blogga eitthvað í þessum anda, en hafði svo ekki geð í mér til að gera það.

Ég er algjörlega sammála þér og feginn að þessi skoðun komst á framfæri.

Mér fannst framkoma forseta þingsins við formann Framsóknarflokksins til háborinnar skammar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2009 kl. 12:52

5 identicon

Kemur mér á óvart að þú dettir í pólitísku skotgröfina í þessu máli, Stefán. Í áfanga 102 í fundarsköpum þá minnir fundarstjóri/forseti á meir en tímatakmörk. En það vissirðu er það ekki?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:45

6 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Stefán þingmenn verða líka að gæta þess að sýna forseta og þingsköpum Alþingis virðingu og það gerði hvorki formaður Framsóknarflokksins né Eygló Haraldsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í gær.  Að öðru leyti get ég verið þér sammála.

Jón Magnússon, 17.6.2009 kl. 16:13

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þessi "gjörningur" hjá henni Ástu á bjöllunni minnir mann svolítið á þann barnalega leik að grípa utan um eyrun og góla lalalalalalala.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.6.2009 kl. 17:32

8 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

þetta er aðferð samspillingarinnar til að hefta málfrelsi..

Haraldur Huginn Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband