Mun fólk fara að eyðileggja eignir sínar?

Mjög dapurlegt er að húseigandi á Álftanesi hafi valið þá leið að eyðileggja húsið sitt eftir að hann missti það. Þetta er táknræn aðgerð fyrst og fremst - leið manns sem hefur misst eign sína og vill ekki una öðrum að eignast hana. Hversu margir eru annars í þessari aðstöðu? Annað hvort að missa húseign sína eða sér ekki fram á að geta haldið henni mikið lengur? Væntanlega mjög margir.

Hversu margir munu taka sömu afstöðu, frekar eyðileggja sem mest þar en leyfa öðrum að eignast hana? Kuldalegt í meira lagi. En svona er víst íslenskur raunveruleiki þessa dagana, þegar fólk er að missa eign sína og sér ekki fram á annað en verða gert upp og missa allt út úr höndunum.

mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi yfirlýsing hans verður vonandi til þess að ríkisstjórnin fatti að það að dreifa greiðslubyrðinni á 70 ár í stað 40 ára eða skipa kommissar yfir launagreiðslunum þínum eru ekki að gera sig. Og þetta gildir bara um þá sem eru í skilum. Hinir mega éta úldinn hund. Þessi maður var ekki til í það og ég skil hann vel.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 20:53

2 identicon

Líklega hefur farið fyrir brjóstið á honum, sú mismunun , að fá enga fresti né afskriftir af lántökum sínum í bankanum,, Líkt og bankagæðingar fengu,, Honum ætlað að standa sína plikt að fullu , meðan Útrásavíkingarnir sleppa frá sínum skuldbindingum , með því að varpa þeim yfir á þjóðina..

Bimbó (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brunnu ekki talsvert margir LandRoverar með dularfullum hætti sl. vetur? Þetta er rétt að byrja og mun bara aukast á meðan yfirvöld gera nánast ekkert til að fást við vanda heimilanna. Á meðan valsa þau um út um allar trissur semjandi um fullveldisafsal sem er hvort sem er í besta falli óraunhæft í nánni framtíð þar sem enginn mun einu sinni vilja taka við okkur. Með slíkri kolvitlausri forgangsröðun má búast við að eitthvað fleira verði lagt í rúst en kanadísk einingahús á Álftanesinu, sérstaklega á meðan enginn hinna seku er látinn sæta ábyrgð. Mér detta í hug t.d. ákveðnar húseignir í Granaskjóli og á Bjarnarstíg sem hafa verið í umræðunni, sem og ákveðið bláleitt einbýlishús í Skerjafirðinum sem "eigandinn" borgaði ekki krónu fyrir úr eigin vasa. Þó ég sé alls ekki að hvetja til eignaspjalla, þá held ég að það stefni því miður í það víða um landið, svo mikil er reiðin sem kraumar undir.

Þessi maður á Álftanesinu er hinsvegar hvunndagshetja og á skilið að fá Fálkaorðuna fyrir að fórna sér svona til þess að standa uppi í hárinu á spilltri auðvaldsmaskínunni!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Já ég er svona beggja blands með þetta atriði, en það er samt eitthvað sem heillar mig við þetta, ég sé ekkert að því að fjármálastofnanir þær er hvöttu fólk útí fáránlega lántöku fái að finna fyrir því, þetta er eini vísirinn sem ég hef séð af því.

Þetta er svona Hrói Höttur á sterum.......svo er eitthvað lýrískt við að sjá hálfniðurgrafinn BMW og rústað einbýlishús á Álftanesinu, kallaðu mig bara kaldann en ég fer ekkert að gráta þó fulltrúi "Frjálsa" Fjárfestingabankans kalli þetta skemmdarverk, ég meina hver á húsið?.

Einhver Ágúst, 17.6.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

Já minn kæri, ég held að það sé réttara að nota "vill ekki láta arðræna sig" í sambandi við þessa frétt, eða ?

Víst er þetta grátlegt þegar fólk er sett upp að vegg og tekið af lífi efnahagslega (lesist Rænt) og þetta gefur kanski hugmynd um hvað púðrið er orðið heitt

Byltingar og hreinsunar kveðjur, sjoveikur

Sjóveikur, 17.6.2009 kl. 22:24

6 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er með tillögu.

Landsmenn ættu að fjölmenna við eignir sökudólganna, bæði við sumarhúsin, einbýlishúsin, íbúðirnar, bíla og aðrar eigur þessara manna og eyðileggja þær. Það væri réttlæti í því. Og margur fengi útrás fyrir réttláta reiði sína í leiðinni.

Svona mætti skipuleggja og senda svo skilaboð í SMS eða tölvupósti, svo enginn viti fyrirfram hvert á að halda, nema þeir sem ætla og vilja vera með.  Ég hef grun um að það séu margir.

Dexter Morgan, 17.6.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kanski byrjun á að fólk skilji hvað er raunveruleg eign. Ekki er það í mínum huga hús.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:37

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn gera ýmislegt í örvæntingu. Kuldalegur skilningur hjá þér í garð mannsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 23:54

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stefán, þó þessi aðili hafi gengið langt, þá er það engin nýlunda að fólk hafi hreinsað allt út úr húsum í kjölfar nauðungaruppboðs og gert þau í raun fokheld að nýju eða tilbúin undir tréverk.  Hér var stigið skrefinu lengra og lóðin gerð byggingarhæf aftur.

Marinó G. Njálsson, 18.6.2009 kl. 00:15

10 identicon

Mér þykir þetta jú heldur langt gengið. En þetta er cryout og mjög mjög sterk skilaboð. Ég á erfitt með að koma því í orð en það er eitthvað virðingarvert við þetta.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 01:27

11 identicon

"leið manns sem hefur misst eign sína og vill ekki una öðrum að eignast hana"  segir thú Stefán Fridrik.  Ef skilningur thinn á gjördum thessa örvaetingafulla manns á Álftanesinu, ristir ekki dýpra en thetta, áttu ad hafa sem faest ord um verknadinn eda jafnvel engin. Sérdu verkilega ekkert annad en eigingirni út úr thessu?  Ég vaenti ekki svars en hugsadu thig um ádur en thú fellir svona dóma.  Gangi thér vel.

Sigurdur Thórarinsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 02:30

12 Smámynd: Huckabee

Þegar menn sjá ekki ljósið þá kjósa sumir að enda þetta líf

Þessi aðgerð sýnir lífsmark og vekur verðskuldaða athygli á ástandi sem er 100% af mannavöldum og eina sem kerfið gerir er að taka frá litla manninum hratt og örugglega en aðal gerendur hrunsins ganga óáreittir

Law and order are everywhere the law and order which protect the established hierarchy”Herbert Marcuse(1898-1979)

Huckabee, 18.6.2009 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband