Peter Boyle látinn

Peter Boyle Jćja, ţá er hörkutóliđ og leikarinn Peter Boyle fallinn frá, 71 árs ađ aldri. Hann átti ađ baki litríka ćvi og stórbrotinn leikferil, sem markađist af ólíkum og fjölbreyttum hlutverkum. Mín kynslóđ og ţćr yngri munu sjálfsagt minnast hans helst sem fjölskylduföđurins Frank Barone í Everybody Loves Raymond. Svo mikiđ er nú víst ađ stórleikur hans og hinnar stórbrotnu Doris Roberts í hlutverkum Barone-hjónanna settu svip sinn á ţáttinn allt ţar til yfir lauk. Ţađ var reyndar kaldhćđnislegt ađ hann fékk aldrei Emmy fyrir ađ leika Barone, en tilnefndur sjö sinnum.

Persónulega fannst mér hann bestur í sínu fyrsta stjörnuhlutverki, sem skrímsliđ í eđalmynd Mel Brooks Young Frankenstein. Ţađ er stórfengleg kvikmynd sem ég passa mig á ađ sjá reglulega, enda međ betri myndum Brooks, sem ég hef alltaf haft virkilegt dálćti á. Húmor hans og myndir hitta alltaf í mark. The Young Frankenstein hefđi ekki orđiđ nema svipur hjá sjón án Boyle og svo auđvitađ Gene Wilder og Marty Feldman sem áttu ţar ekki síđri stórleik. Hans fyrsta var reyndar Joe áriđ 1970 og hún er enn í dag mjög góđ.

Peter Boyle átti svo auđvitađ stjörnuleik í kvikmyndinni The Candidate áriđ 1972, en ţar lék hann Marvin Lucas, kosningastjóra forsetaframbjóđandans Bill McKay (sem leikinn var af Robert Redford). Rock solid eđalmynd sem vert er ađ mćla međ og ţeir sem hafa áhuga á pólitískum fléttum og pćlingum verđa svo sannarlega ađ sjá hana. Ekki má svo gleyma tímamótamyndinni Taxi Driver frá árinu 1976 en ţar lék Boyle leigubílstjóra og félaga Travis Bickle (meistaraleg túlkun hjá Robert De Niro). Ţađ verđur enginn kvikmyndaáhugamađur ađ fullu fyrr en hann hefur sest niđur og horft á ţá snilld sem Taxi Driver er.

Ekki má gleyma Johnny Dangerously, einni af ţessum gamanmyndum sem allir verđa ađ sjá, en ţar fór Boyle á kostum sem gengisforinginn svipmikli Jocko Dundee. Í Malcolm X (sögu blökkumannaleiđtogans sem var myrtur áriđ 1965 en í myndinni túlkađur stórfenglega af Denzel Washington) lék hann lítiđ en eftirminnilegt hlutverk kapteins Green. Hann var svo auđvitađ réttur mađur á réttum stađ í The Santa Clause áriđ 1994 sem Herra Whittle. Ox Callaghan gleymist engum í túlkun Boyle sem séđ hafa While You Were Sleeping og Boyle var flottur sem Buck Grotowski í Monster´s Ball. Svona mćtti lengi telja er litiđ er yfir feril hans.

Síđast en ekki síst verđur ađ telja upp túlkun hans á Clyde Bruckman, sem setti svip sinn á hina frábćru sjónvarpsţćtti The X-Files, en Boyle fékk Emmy fyrir ţá túlkun sína. Peter Boyle kvćntist Loraine Alterman áriđ 1977. Hún var blađamađur á tónlistartímaritinu Rolling Stone er ţau kynntust. Í gegnum hana kynntist Boyle hjónunum Yoko Ono og John Lennon. Lennon varđ svaramađur Boyles í brúđkaupi hans og Alterman áriđ 1977 og vinskapur ţeirra var mjög mikill, allt ţar til yfir lauk, en 26 ár eru nú liđin frá ţví ađ Lennon var myrtur í New York. Boyle og Alterman áttu tvćr dćtur.

Boyle var mjög heilsulaus í seinni tíđ. Hann fékk heilablóđfall áriđ 1990 og missti ţá máliđ í nokkra mánuđi. Hann byggđi sig upp í ađ leika aftur. Áriđ 1999, viđ tökur á Everybody Loves Raymond, fékk hann hjartaáfall en hélt aftur til starfa viđ ţćttina eftir stutta sjúkrahúslegu. Nýlega greindist Boyle međ beinmergskrabbamein en hann lék allt fram í andlátiđ.

mbl.is Leikarinn Peter Boyle látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

RIP - hápunkturinn var hlutverk hans sem Wizard í Taxi Driver, engin spurning. "Hey Travis, viltu kaupa keramikflís sem var í bađherbergi Errol Flynn?! Kjarakaup!" Snilld.

7 sinnum tilnefndur og aldrei Emmy fyrir "Raymond". Svona fer ţetta stundum; hvorki Kubrick né Hitchcock fengu Óskar sem besti leikstjóri međan ţeir stórmeistarar lifđu ... mikil synd. 

Jón Agnar Ólason, 13.12.2006 kl. 22:31

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Heill og sćll

Já, Boyle var einstakur alveg. Mikil eftirsjá af honum. Einn af ţessum gömlu og góđu leikurum međ svipmikinn karakter. Hann var rosalega flottur í Taxi Driver, svo sannarlega ógleymanleg mynd og á alltaf vel viđ. Synd já ađ hann fékk ekki Emmy fyrir "Raymond". Mér fannst Boyle alltaf bestur í ţeim ţćtti, alveg magnađur karakter sem hann lék, sem var einmitt algjör andstćđa Boyles.

Ţađ var mikil synd svo sannarlega ađ Hitch og Kubrick fengu aldrei leikstjóraóskarinn og auđvitađ Altman líka, en hann er nýlega farinn yfir móđuna miklu, en ţeir bćttu svosem fyrir ţađ spekingarnir í Hollywood međ ţví ađ láta hann hafa heiđursóskarinn núna í febrúar.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 13.12.2006 kl. 23:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband