Steingrímur J. leggur allt undir fyrir Icesave

Augljóst er að Steingrímur J. Sigfússon leggur sjálfan sig pólitískt algjörlega að veði fyrir Icesave-málið og samninginn svokallaða sem í raun er eitt stórt skuldabréf. Slík er sannfæring hans og afgerandi tjáning að allt er lagt undir - maðurinn sem sagði eitt sinn að við myndum aldrei beygja okkur. Hann er reyndar orðinn eins og Ragnar Reykás blessaður, fátt eftir af þeim manni sem var í stjórnarandstöðu forðum daga. Hann er að fuðra upp heldur betur.

Tap myndi leggja hann pólitískt í rúst og grafa undan honum... í raun verða til þess að hann sé búinn að vera. Alls óljóst er að málið fari í gegnum þingið. Finnst líklegra að það verði fellt í þinginu, en það veltur á þeim stjórnmálamönnum innan VG sem vildu aldrei semja um Icesave og fara dómstólaleiðina, láta reyna á réttarstöðu Íslands.

Munu þeir beygja sannfæringu sína undir flokksaga Steingríms J? Ekki er annað að heyra á fréttum að mikið sé reynt að snúa mönnum. Sannfæring þingmanna skiptir greinilega ekki lengur svo miklu máli.

Er VG að verða eins og gamli Framsóknarflokkurinn á mettíma? Verður þetta Icesave-mál ekki Íraksmál Steingríms J? Við munum öll hvernig Írak lagði Halldór Ásgrímsson í rúst.


mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein spurning. 

Getur verið að eftir að Steingrímur komst í málið að hann hafi einfaldlega beygt sig fyrir veruleikanum og ákveðið að haga gjörðum sínum og afstöðu sínni samkvæmt því ?

Það skyldi þó ekki vera. 

Annar verða Liljurnar og Ögmunur að axla þá ábyrgð ef þau fella samkomulagið að mynda nýjan meirihluta með íhaldi, framsókn og borgarflokknum. 

Þá skyldi maður ætla að á borðinu lægi samningur sem kvæði á við við þyrftum ekkert að borga með 0% vöxtum eins og sumir lýðskrumararnir segja að sé ekkert mál að fá í gegn. 

Maður skyldi nú ætla það með Sigmund Davíð í forystu samninganefndarinnar sem stýrði viðræðum af sinni alkunn kurteisi.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband