Karl Malden látinn



Karl Malden er látinn, tćplega tírćđur ađ aldri. Malden var einn af síđustu öldnu höfđingjum gullaldartímabils kvikmyndabransans í Hollywood og verđur ávallt minnst fyrir forystu sína í kvikmyndaakademíunni og trausta og mannlega túlkun í stórmyndum Elia Kazan; A Streetcar Named Desire og On the Waterfront.

Senan í Sporvagninum Girnd ţar sem Vivien Leigh og Malden tala um dauđa eiginmanns hennar er algjörlega ógleymanleg og ein sú besta í myndinni. Vivien Leigh átti mikinn stórleik í hlutverki Blanche, sem mér finnst miklu meira leiklistarafrek en túlkun hennar á Scarlett, ţó frábćr sé.

Malden á mjög lágstemmda en trausta túlkun í hlutverki Mitch, mágs Blanche. Bćđi fengu óskarsverđlaunin auk Kim Hunter, en stóra stjarna myndarinnar, Marlon Brando tapađi fyrir Humphrey Bogart í Afríkudrottningunni. 



Í On the Waterfront átti Malden trausta frammistöđu í hlutverki prestsins. Ţar átti Brando túlkun ferilsins í hlutverki boxarans og uppreisnarmannsins. Yndisleg og svo innilega sterk mynd. Ţessi tvö atriđi eru alltaf jafn traust.

mbl.is Karl Malden látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mađur ţekkti hann alltaf á nefinu. Hann var međ alveg rosalegt kartöflunef, en skemmtilegur leikari.

kveđja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 1.7.2009 kl. 22:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband