Aldur er afstætt hugtak

Mér fannst eitthvað svo innilega sætt og notalegt við fréttina um 105 ára gömlu konuna á Ísafirði sem labbar um bæinn með hjólastól til að styðjast við og setjast í hann þegar hún yrði þreytt - notaði hann svo til að bregða á leik og keyra sextugum syni sínum. Hugguleg frétt af sannri hvunndagshetju, kjarnakonu að vestan.

Auðvitað er það löngu vitað mál að aldur er afstætt hugtak... aðallega er aldur tala sem þvælist í hausnum á okkur og kannski öðrum. Við erum bæði eins ung og gömul og við viljum vera. Þetta snýst allt um hugarfarið, fyrst og fremst. 

mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband