Flott hjá Davíð - mestu afglöp Íslendinga frá 1262

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur rétt fyrir sér í því að Icesave-samningarnir eru mestu afglöp Íslendinga frá árinu 1262. Hann gerir rétt með því að gagnrýna Geir H. Haarde, Steingrím J. Sigfússon, Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sofandagang eða bjálfalegar yfirlýsingar og skrifa undir að setja Ísland í skuldafangelsi áratugum saman - dæma okkur sem aumingja kynslóðum saman.

Skelfileg framtíðarsýn og það er að mestu að kenna vondum ákvörðunum síðustu tvö árin - afglöpum stjórnmálamanna rétt fyrir hrun. Davíð gerir rétt í því að gera upp við þá sem hafa ráðið för og ennfremur þora að gagnrýna samninginn og tala á móti honum, enda eru þau með réttu mestu afglöp sem stjórnmálamenn hér hafa gert öldum saman.

Annars er augljóst með hverjum deginum sem líður að stjórnmálamenn sem þjóðin treysti fyrir fjöreggi sínu og mikilvægustu auðlindum hefur samið allt af sér til að opna leið til Brussel.... þetta eru auvirðilegir aumingjar.

mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála hverju orði.

Rúnar (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:03

2 identicon

Það gefur augaleið að íslenska þjóðin á ekki að greiða Icesave reikninganna nema að hámarki 20 þúsund evrur fyrir hvern aðila sem átti innistæðu í Landsbankanum hér heima og erlendis. Það er  bannað í Evrópubandalaginu og kemur fram í  EES samningnum að opinbera má ekki styðja við samkeppni eins einkaaðila í samkeppni við annan einkaaðila í sömu atvinnugrein innan EES-svæðisins.

Landsbankinn yfirbauð aðra banka þ.a.s. þeir buðu hæðstu innlánsvexi í Bretlandi og Hollandi sem dæmi og að sjálfsögðu virkaði það þó að viðkomandi aðilar sem lögðu inn hjá þeim sparifé sitt eigi að vita að þar sem hæstu vextirnir eru þar er mesta áhættan þekkt lögmál í fjármálaheiminum. Hæstu vextir í heimi voru á Íslandi og verðtrygging þar að auki ofan á það gerði svo Landsbankanum kleift að senda peninganna á Frón þar sem íslenska þjóðin hélt svo sér mikla lánaveislu í nokkuð mörg ár. Landsbankinn gat ekki boðið lán erlendis því þeir hefðu orðið að bjóða hærri útlánsvexti en gekk og gerðist í Bretandi og Hollandi sem dæmi því var Ísland lykilinn til að leika þessa svikamyllu til fulls. Flæði gjaldeyris til landsins var svo mikið á ákveðnu tímabili vegna Icesave reikninganna sem dæmi að dollarinn fór í ca.59 krónur og evra niður í 76 krónur.

Þegar gjaldeyrinn var kominn á slíka útsölu spiluðu útrásavíkingarnir hlutabréfaleikinn og úr varð mikið af íslenskum peningum sem voru ekki til í hagkerfinu áður en leikurinn hófst og fyrir þá peninga keyptu þeir sér gjaldeyri á slik í milljarða vís og fluttu svo erlenda fjármagnið úr landi væntanlega í örugga höfn á einhveri eyjunni þar sem skattaskjól var að finna a.m.k kosti fóru þeir með féið úr landi því þeir vissu að svikamyllan myndi hrynja yfir þjóðina fyrr en seina að sjálfsögðu. Það má kannski segja að Icesave trixið hafði EES samstarfið og íslensku þjóðina að fíflum og þar stendur hnífurinn í kúnni en lagalega er þetta ekki okkar vandamál nema eins og ég hef sagt hér áður 20 þúsund evrur hámark fyrir hvern aðila sem tapaði á málstækinu ,,Mörgum verður af aurum api''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:07

3 identicon

Heyr heyr, sammála.

ÞJ (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:24

4 identicon

Ef eitthvað er að marka þetta sem Davíð segir, væri þá ekki eðlilegast að Björgólfur gamli myndi láta skjóta Sigurjón bankastjóra fyrir að gera sig gjaldþrota?  Væri Sigurjón þá ekki sá maður sem við íslendingar ættum að senda til London eða framselja til þess að semja upp á nýtt?

 Ég hef heyrt þá söguna að pabbi Sigurjóns tali ekki við soninn. Kennir sínum bastarði um allt saman. 

JI (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:51

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stefán, þetta er allt klúður á klúður ofan.

Þjóðin er við að verða gjaldþrota og nú þýðir ekki að fara í hefðbundna flokkaskotgrafahernað. Það  væri best ef stjórnarandstaðan gæti hjálpað stjórninni út úr þessu klúðri og allir héldu haus ef það mætti verða til að Íslendingar fengju betri lausn. 

Mér fannst svaka flott hjá Pétri Blöndal að gefa yfirlýsingu um að hann myndi verja stjórnina falli.  Núna verða allir að leggjast á árarnar. Fyrsta skrefið er að forða þessum Icesave nauðungarsamningi

Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 20:02

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hann skrifaði sjálfur undir þessar skuldbindingar í nóvember 2008. Erfitt að vera svona gleyminn.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:07

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:11

8 Smámynd: Einar Karl

Hárrétt greining hjá þér, Stefán! Þessir aumingjar sem stjórna landinu eru vísvitandi leyna okkur plöggum sem sýna og sanna að Davíð hefur rétt fyrir sér! (Eins og raunar alltaf!)

Þau vilja frekar að við greiðum fleiri hundruð milljarða heldur en að við gerum það ekki, í tvennum tilgangi:

  • til að sanna hvað Sjálfstæðisflokkurinn fór ömurlega með landið og draga úr fylgi xD,
  •  til að neyða okkur inn í ESB.
Ljótt er það!

Einar Karl, 4.7.2009 kl. 20:24

9 identicon

Hvað gerðist 1262?

Friðbjörn (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Jón Sigurður

Alltaf gott að vita að sumir hlutir breytast aldrei.

Alltaf hægt að treysta því að þú aðrir hægriþenkjandi bloggara gaggi með öllu sem Davíð "selective memory" Odsson segir.

Jón Sigurður, 4.7.2009 kl. 21:08

11 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Tek undir þetta'' .... þetta eru auvirðilegir aumingjar.''Það á að selja sjálfstæði þjóðarinnar fyrir þetta helvítis EU ,gera ekkert þar til við verðum innlimuð ..Og Steingrímur lætur draga sig með til að halda völdum..

Haraldur Huginn Guðmundsson, 4.7.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

1262 er ártal Gamla sáttmála. Þarf varla að segja mikið meira.

Vil benda Jóni Inga, hafi hann ekki keypt Moggann eða fengið hann sendan heim í kvöld, að Davíð Oddsson sendi Geir Haarde bréf til að tjá andstöðu sína við að semja í málinu án þess að fara í dómstólaleiðina. Ákvörðunin var pólitísk og hann skrifaði undir þá niðurstöðu sem seðlabankastjóri. En þeir sem lesa bréf Davíðs til Geirs vita vel hver afstaða hans var þá... og nú.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.7.2009 kl. 01:00

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég vil benda STebba á að Seðlabankinn er sjálfstæður og á ekki að taka við fyrirmælum stjórnmálamanna. Davíð Oddsson er á harðahlaupum frá ábyrgð sinni eins og allir Sjálfstæðismenn þessa dagana... þetta er grátlega fyndið.

Svo mætti kannski minna þig á hver stóð fyrir afnámi bindiskyldunnar og svo til að rifja enn frekar upp... hver var það sem stóð ekki við áform um dreifða eignaraðild við einkavæðingu bankanna og gaf Björgólfi vini sínum Landsbankann ??

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2009 kl. 10:38

14 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Til hamingju með comeback ykkar ástsæla foringja, sem auðvitað kom ekki nálægt  bankakreppunni. Hann getur nú leitt baráttu IceSlave hreyfingarinnar (sem er líklega núna að skipuleggja sig í nýtt stjórnmálaafl D, B og O lista) í stríðinu við alþjóðasamfélagið, einangrun og áframhaldandi kreppu.

Lárus Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 10:47

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er rétt að árétta að þeir Árni og Davíð skrifuðu einungis undir að tilskipun EES um innistæðutryggingar sem slík gilti og því er þessu undirskrift eiginlega staðfesting á því að þeir ætli sér ekki að greiða krónu vegna innistæðutrygginga úr ríkisjóði. Sérstaklega ef þetta er skoða í ljósi þess að Ríkisendurskoðun er búin að ítreka í sínum reikningum mörg undafarin ár að tryggingasjóðurinn sé ekki eign ríkisjóðs og hann beri því ekki ábyrgð á honum. Þessi undirskrift byggir því á því að tilskipuninni sé virt sem kostar þá dómsmál því ágreiningur er um hana.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband