Dramatík í Hádegismóum

Sigurjón M. Egilsson Það hefði verið fróðlegt að vera fluga á vegg á ritstjórnarskrifstofum Blaðsins í Hádegismóum í morgun þegar að yfirstjórnin rak Sigurjón M. Egilsson, ritstjóra, á dyr og tilkynnti honum að lögbanns yrði krafist á hann og verk hans á vettvangi fjölmiðla færi hann að starfa fyrir aðra slíka næstu sjö mánuðina. Þetta eru harkalegar aðgerðir. Brigsl ganga á báða bóga um svik á samningum og kuldalegt viðmót blasir við Sigurjóni þegar að hann yfirgefur Blaðið, sem hann var ráðinn til ritstjórastarfa fyrir í sumar.

Er búið að vera fróðlegt að taka netrúntinn í dag og skoða umfjöllun um þetta. Fjölmiðlaspekúlantarnir á netvellinum voru ekki lengi að skúbba þessu og koma með sína sýn á stöðu mála eftir dramatík morgunsins í Hádegismóum. Sigurjón sjálfur, sem er bloggari hér í samfélaginu okkar, hefur sagt sína hlið mála og kemur þar með það innlegg að leiðaraskrif hans í dag hafi getað verið ástæða uppsagnarinnar með þessum hætti. Mun líklegra er þó að þar hafi ráðið orðrómur um að Sigurjón horfði í aðrar áttir starfslega séð við fjölmiðla.

Uppsagnarbréfið er mjög kuldalegt, svo ekki sé nú meira sagt, og greinilegt að milli aðila var algjör trúnaðarbrestur orðinn. Það er varla undrunarefni að Blaðið horfi í smáa letur samnings síns við Sigurjón og vilji taka hann úr umferð meðan samningsmörkin ganga yfir. Það er alþekkt að fólk á t.d. ljósvakafjölmiðlum getur ekki labbað milli stöðva einn, tveir og þrír. Gott dæmi hafa verið Sirrý, Helgi og Svansí sem voru neydd til að bíða af sér uppsagnarfrestinn og eða voru sett í hrein skítverk á bakvið tjöldin meðan að mörk samnings kláruðust eða hreinlega neydd til að bíða utan sviðsljóssins eftir því.

Það er greinilegt að bitur og beitt deila er framundan milli Sigurjóns og Blaðsins til að reyna á lögbannið fyrrnefnda um að Sigurjón geti ekki starfað við fjölmiðla fyrr en seint sumars 2007. Fróðlegt verður að fylgjast með því og ekki síður frekari kjaftasögum af Sigurjóni og því hvað hann hyggst gera nú við þessi kuldalegu útgöngu hans í Hádegismóum á þessum föstudegi.

mbl.is Sigurjóni M. Egilssyni hótað lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband