Yndislegir jólatónleikar í Glerárkirkju

Glerárkirkja Ţeir voru alveg yndislegir jólatónleikarnir sem ég fór á í Glerárkirkju í kvöld. Mađur komst endanlega í ţessa eđalgóđu jólastemmningu ţessa góđu kvöldstund, rúmri viku fyrir jólin. Okkur viđskiptavinum Sparisjóđs Norđlendinga var bođiđ til sannkallađrar tónlistarveislu og ţakka ég kćrlega stjórnendum Sparisjóđsins fyrir höfđinglegt og gott bođ.

Á tónleikunum fluttu Regína Ósk Óskarsdóttir, Karlakór Eyjafjarđar og stúlknakór Akureyrarkirkju gullfalleg jólalög, sem nutu sín vel í sneisafullri kirkjunni, en tveir tónleikar af ţessu tagi voru haldnir í kvöld. Mikil ađsókn var á tónleikana, enda ekki á hverjum degi sem viđskiptavinum er bođiđ hér til slíkrar tónlistarveislu. Fór ég á fyrri jólatónleikana, kl. 20:00.

Senuţjófur tónleikanna var svo sannarlega Regína Ósk, en hún er svo sannarlega ein af bestu söngkonum landsins. Auk nokkurra jólalaga flutti hún nokkur lög af nýrri geislaplötu sinni, t.d. Eurovision-lagiđ Ţér viđ hliđ, sem varđ í öđru sćti í undankeppninni hér heima í febrúar. Hefur mér alltaf fundist ađ ţađ lag hefđi átt ađ vinna og fara út fyrir okkar hönd, enda besta lagiđ í keppninni.

En ţetta var semsagt notalegt og gott kvöld. Gestur Einar Jónasson fór alveg á kostum sem kynnir á tónleikunum og kom međ góđa og netta brandara svona inn á milli atriđa sem léttu ţessa kvöldstund enn frekar. Viđ sem vorum á tónleikunum fórum allavega glöđ í hjarta heim á leiđ ađ tónleikum loknum.

Ţakka enn og aftur Sparisjóđi Norđlendinga fyrir gott bođ og tónlistarfólkinu fyrir ađ koma okkur endanlega í hiđ eina sanna jólaskap. Nú styttist mjög í jólin og sem betur fer er ég búinn ađ nćr öllu fyrir jólin.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband