Hótel Valhöll brennur

Hið sögufræga hús, Hótel Valhöll, brennur nú til grunna á Þingvöllum. Mikil og merkileg saga fylgir þessu hóteli og mikill sjónarsviptir af því. Mjög táknrænt er að Hótel Valhöll brenni á þessum degi, en 39 ár eru liðin frá því að Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans, og Benedikt Vilmundarson, dóttursonur þeirra, fórust þegar forsætisráðherrabústaðurinn brann 10. júlí 1970.

Í hvert sinn sem ég fór til Þingvalla leit ég við í Hótel Valhöll og hef alltaf metið húsið mikils. Þetta eru leiðinleg endalok á hótelstarfinu á svæðinu en vonandi ekki endalok á veitingarekstri á þessum stað.

mbl.is Valhöll brennur til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er hræðilegt

Margar góðar minningar frá þessum stað

Guðrún (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband