Aum eftiráskýring Steingríms - slappt haldreipi

Mér fannst það meira en eilítið kostulegt að hlusta á Steingrím J. Sigfússon segja á Skjá einum í kvöld að EES-samningurinn hafi verið undir í samningaviðræðum um Icesave. Hví sagði hann þetta ekki fyrr? Er þetta ein af þessum aumu eftiráskýringum stjórnarflokkanna til að réttlæta þetta risastóra skuldabréf sem þeir eru með til meðferðar í þinginu eða bara slappt haldreipi í máli sem erfitt er að réttlæta fyrir fólkinu í landinu?

Reyndar er eðlilegt að velta fyrir sér hverslags aumingjaskapur felst í þessum lélegu vörnum fyrir þennan afleita Icesave-samning. Augljóst er að stjórnvöld voru kúguð til samkomulags og svo blasir við að Samfylkingin taldi eðlilegt að semja um hvað sem er fyrir veika von um blautan draum um Evrópusambandsaðild. Forgangsröðunin er meira en lítið brengluð hjá þeim sem eru á vaktinni.


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband