Íbúar flytja í tvíburablokkirnar í Þórunnarstræti

TvíburablokkirnarFyrstu íbúarnir fluttu um helgina inn í tvíburablokkirnar hér neðar í Þórunnarstrætinu. Blokkirnar standa á hinum svokallaða Baldurshagareit, rétt við styttu landnámshjónanna Helga magra og Þórunnar Hyrnu á Hamarkotsklöppum og er ská á móti verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, sem bráðlega stækkar um helming.

Bygging blokkanna var gríðarlega umdeild og var eitt mesta hitamál í bænum á síðasta kjörtímabili. Mest voru átökin á árinu 2004 og stóðu fram á árið 2005, en framkvæmdir hófust í júlí 2005. Tvíburaturnarnir hafa fengið nöfnin Baldurshagi og Myllan. Hef ég frá upphafi verið hlynntur því að byggja þessar blokkir og get því ekki annað en verið ánægður með það að byggingu þeirra sé lokið, en þær munu setja mikið mark hér á götuna hér eftir.

40 íbúðir eru í blokkunum tveim og eru þær ætlaðar eldri borgurum fyrst og fremst, eða 60+ eins og sagt er. Skv. fréttum hefur vinna við hverja íbúð tekið 14,2 daga að meðaltali. Hefur semsagt heldur betur gengið vel.


mbl.is Voru 14,2 daga með hverja íbúð!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessar blokkir eru fullkomin mistök og sorglegt að jafn fær arkitekt og Logi Már skuli hafa hannað þessar tertur. Þær líta að vísu mun betur út á þessari teikningu en í raunveruleikanum en það er nú því miður oft þannig. "Málamiðlunin" um tvær 7 hæða blokkir í stað einnar 13 hæða er brandari og frekar lélegur brandari þegar upp er staðið. En eins og er með allt vont, þá venst það, vonandi!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.12.2006 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband