Harkaleg viðvörun til Steingríms J. úr heimahéraði

Mér hlýnaði nokkuð um hjartarætur þegar ég las bréf tólf (kunnugleg tala) félaga og frambjóðenda úr VG til Steingríms J. Sigfússonar, lærisveina úr héraði myndi einhver segja. Þetta bréf sýnir kraft, kjark og þor flokksmanna í VG í kjördæminu, sem hingað til hafa fylgt Steingrími J. hvað sem tautar og raular. Þarna sést að kjarninn í flokksstarfinu í heimahéraði Steingríms sættir sig ekki við hvað sem er.

Þetta er viðvörun til flokksleiðtogans um að ekki verði sætt sig við svik á kosningaloforðum og u-beygju frá flokkssamþykktum í mikilvægum málum, lykilmáli á borð við Evrópusambandsaðild. Skilaboðin eru mjög skýr.

Eflaust er þetta mesta pólitíska áfall Steingríms J. Sigfússonar. Þarna sést að það molnar undan honum á heimavelli, í lykilhéruðum í Norðausturkjördæmi. Vissulega merkileg tíðindi.

Eflaust blása vindarnir í aðrar áttir innan VG á næstu mánuðum. Ekki þarf að efast um að mjög gengur nú á pólitískt kapítal Steingríms.

mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

STebbi...þessi tilfinning heitir Þórðargleði 

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2009 kl. 00:11

2 identicon

Verður hrikalegt að sjá fylgi VG hrynja í næstu kosningum.

Menn VERÐA að skilja að kosningaloforð ERU loforð !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 06:42

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég hugsa að hann sé kominn langt inn á yfirdráttinn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.7.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta eru dásamlegar fréttir, vonandi verður þetta til þess að þetta sé síðasti líkkistunaglinn í áratuga alþingissetu Steingríms og Jóhönnu.

Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 12:20

5 identicon

Ég upplifi það máské að þú gangir í Vg?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband