Þjóðin vill beinskeytta þjóðmálaumræðu

Augljóst er að vinsældir spjallþáttarins á Skjá einum er til marks um mikinn áhuga almennings á beinskeyttri þjóðmálaumræðu. Því er undarlegt að Ríkisútvarpið hafi sent Kastljósið í sumarfrí þegar mestu hitamál samtímans eru til umræðu í þinginu og verið að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar. Með þessu er ríkisfjölmiðillinn ekki að sinna skyldum sínum við almenning. Sú ákvörðun að kalla þáttinn til baka eitt kvöld lítur fyrst og fremst út sem úrræði gegn þætti samkeppnisaðilans.

Eftir að Ísland í dag á Stöð 2 varð að Séð og heyrt í sjónvarpi og glansandi glamúrshow er hlutverk Kastljóssins enn mikilvægara að mínu mati. Sumarfrí þar á þessum tíma er því frekar óraunverulegt þó sennilega þurfi að spara til að færa okkur Lost, Ugly Betty og Leiðarljós.... undarleg forgangsröðun það.

mbl.is Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu Stefán, algerlega óskiljanleg ráðstöfun að senda Kastljósið í sumarfrí nú á þessum tímum, og í raun vanvirðing við þorpsbúa.

Síðan mín

Kristján Sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Mér finnst dapurlegt hve margir eru með fyrirfram ákveðnar skoðanir á því að allt sem tilteknir menn segja sé annað hvort rétt eða rangt.

Davíð var skýr og rökfastur og ég gat ekki annað en verið sammála honum.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2009 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband