Aumingjaskapur Þorgerðar Katrínar

Ég missti allt álit á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, áðan þegar hún ákvað að sitja hjá í mikilvægri atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn í Evrópusambandið.... tók bara enga afstöðu. Greinilegt er að hún studdi aðildarumsókn en þorði ekki að gera það. Þetta er ekta heigulsháttur sem einkennir afstöðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Ég ákvað að kjósa Þorgerði Katrínu sem varaformann á landsfundi í vor, vildi veita henni annan séns eftir að hún hafði brugðist flokksmönnum á mikilvægu augnabliki enda taldi ég lengi vel að hún ætti að fara úr forystunni með Geir H. Haarde. Bæði brugðust algjörlega þegar á reyndi. Ég sé eftir þeirri ákvörðun.

Svona fólk vil ég ekki sjá í pólitík og þaðan af síður styðja.


mbl.is Þorgerður Katrín greiddi ekki atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán

Mikið er ég sammála þér í þessu með Þorgerði Katrínu, þótt við séum á öndverðum meiði í ESB málinu. Ferill Þorgerðar Katrínar endaði í dag á Alþingi. Hún er hvorki fugl né fiskur.

Ég var hins vegar mjög stoltur af Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem þorði að standa á sinni sannfæringu, þrátt fyrir gífurlega þrýsting frá sínu nánasta umhverfi. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Kúludrottningin á að gera okkur sjálfstæðismönnum þann greiða að víkja.

Steinarr Kr. , 16.7.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ansk kellingin að gera okkur þetta, og hvað þá að nýta ekki atkvæði sitt

ég tek undir með ykkur hér að ofan og fæ þetta lánað hjá Stefáni Friðrik

Svona fólk vil ég ekki sjá í pólitík og þaðan af síður styðja

Jón Snæbjörnsson, 16.7.2009 kl. 15:04

4 identicon

Algerlega sammála. Mér þótt ÞK einn ferskasti og falslausasti stjórnmálamaðurinn í tíð ríkisstjórnar Haarde. Hún hefur hinsvegar misst af gullnu tækifæri til að sýna styrk sinn með því að taka einarða afstöðu með ESB viðræðum. Hún eins og fleiri lét kúga sig á landsfundinum í kjölfar óskammfeilinnar ræðu DO til að rugga ekki bátnum. Það sem Ísland þarf eru sterkir stjórnmálamenn með skýra framtíðarsýn og þor til að fylgja henni eftir. ÞK hefði getað verið slíkur maður en kaus því miður annað hlutskipti.

Hörður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það mikilvægasta af öllu fyrir stjórnamálamenn er að hafa skoðanir á öllum málum; það er þeirra vinna - hvorki meira eða minna!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 15:10

6 identicon

Ekki er fólk búið að gleyma hennar eiginhagsmunapoti í kringum hrunið?

Þór (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:30

7 identicon

Hjáseta er ein aðferð til að tjá skoðanir sínar.  Mér sýnist að dóttir knattspyrnukappans á Skaganum hafi skorað mark. Spái að riðlun komi upp í flokknum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aumingjaskapur Þorgerðar Katrínar var mikill, hjáseta hlýtur að þýða, að hún annaðhvort sé skoðanalaus í málinu eða hafi ekki vit á því.

Miklu verra var þó, að Ragnheiður Ríkarðsdóttir og fjórir aðrir stjórnarandstæðingar skyldu bjarga Samfylkingunni fyrir horn í þessu máli.  Þeirra skömm er mikil og ekki síður ríkisstjórnarinnar, sem ekki hafði meirihluta fyrir sinni eigin þingsályktunartillögu.

Axel Jóhann Axelsson, 16.7.2009 kl. 15:59

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Tími Þorgerðar og sérstaklega Ragnheiðar - svikahrapps úr Mosfellsbænum er liðinn, sem betur fer.

Sigurður Sigurðsson, 16.7.2009 kl. 16:33

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vel að orði komist hjá þér Stefán. Ragnheiður má líka skammast sín, hún hefur auðvitað rétt á að greiða atkvæði eins og hún vill, en ekki verður annað séð en að hún sé á rangri hillu í pólitík.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 18:19

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ætla engu að bæta við þetta - algerlega sammála þér -

Óðinn Þórisson, 16.7.2009 kl. 20:55

12 identicon

Sammála ykkur, þær stöllur brugðust, en það er þeirra að vinna úr því.  hef á tilfinningunni að það verði þeim erfitt.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:03

13 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sammála ykkur, kúludrottningin á að segja af sér.  Að hugsa sér að fá einn milljarð að láni, hirða arðinn og láta síðan afskrifa lánið. Á erfitt með að skilja siðferðisvitund hennar.  Hún hefur ollið mér vonbrigðum, því miður.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 16.7.2009 kl. 23:18

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég virði Ragnheiði fyrir að þora að hafa öndver'a skoðun á þezzu máli & standa við hana, þó ég sé alveg gjörózammála henni.

Þorgerður Katrín hinz vegar...

Steingrímur Helgason, 17.7.2009 kl. 00:29

15 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Stefán Friðrik.

Nú er ég sammála þér!

Eins og þú segir þá í rauninni studdi hún aðildarumsókn en "þorði ekki" að gera það.  Og því er afstaða hennar ekki góð í þessu máli.

Margt til í því sem Guðbjörn segir, þingmenn ættu að móta sér skoðun og fara eftir henni á þingi, nota atkvæði sitt.  Þorgerður hafði skoðun, en notaði ekki atkvæði sitt.  Þetta vekur reyndar upp margar spurningar um hvernig í pottinn er búið fyrir alþingi Íslands og þeim stjórnmálaflokkum sem þar hafa fulltrúa....

Eiríkur Sjóberg, 17.7.2009 kl. 00:33

16 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Mikið er nú gaman að lesa þessar athugasemdir ykkar sjálfstæðismanna.  Eruð þið búnir að gleyma því að þessi flokkur stærir sig af því að vera lýðræðislegur og að innan hans sé hægt að takast á um skoðanir og vera ósammála.  Mér sýnist þið helst aðhyllast einhvers konar einnar skoðunar ráðstjórn.  Hvers vegna ætti sjálfstæðisfólk, frekar en annað fólk að skammast sín fyrir að hafa sjálfstæða skoðun?

Bergþóra Jónsdóttir, 17.7.2009 kl. 00:45

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ragnheiður er málsvari okkar ESB sinna innan Sjálfstæðisflokksins (a.m.k. 25-30% flokksmanna). 

Ég veit ekki fyrir hverja Þorgerður Katrín er málsvari - kúlulánataka innan flokksins? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 00:49

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þorgerður hlýtur að víkja til hliðar í Sjálfstæðisflokknum nú fyrir margra hluta sakir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2009 kl. 03:01

19 identicon

Er nema furða að þær Ragnheiður og Þorgerður hafi svikið okkur hin í Sjálfstæðisflokknum.  Þær eru báðar kratar sem villt hafa á sér heimildir og smyglað sér í Sjálfstæðisflokkinn. 

Reyndar gruna ég Guðbjörn Guðbjörnsson sterklega að vera krata, þó ekki vilji ég brygsla honum við svik eða óheilindi, enda er hann strangheiðarlegur maður.  Á hinn bóginn hljómar málflutningur hans eins og gegnheils Samfylkingarmanns

Enn og aftur björguðu þær Samfylkingunni.  Þorgerður var hugmyndafræðingurinn að stjórn X-D og X-S.  Sú stjórn var mikið ógæfuspor fyrir okkur í Sjálfstæðisflokknum og þá sérstaklega fyrir þjóðina. 

Á hinn bóginn var þetta mikið gæfuspor fyrir Samfylkinguna sem komst til verulegra áhrifa og bjargaði hreinlega framtíð flokksins á kostnað Sjálfstæðisflokksins.  Við þetta ógæfuspor hófst mikil framganga og sigurganga Samfylkingarinnar á kostnað okkar Sjálfstæðismann, sem ég held því miður, að muni standa yfir næstu áratugina.  Þess vegna mun Samfylkingin verða leiðandi forystuafl í stjórnmálum Íslands næstu áratugina því miður.  Allt vegna þeirra örlagariku afglapa að leiða Samfylkinguna til valda vorið 2007.

Þær stöllur, Ragnheiður og Þorgerður, tilheyra mínu kjördæmi.  Aldrei mun ég ljá þeim mitt atkvæði framar, hvorki í kjöri til Alþingis né í önnur embætti.

Björn M. Jóhannson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:47

20 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Eiga ekki allir að fara eftir samfæringu sinni, svo hefur mér skilist og ekki láta kúa sig. Það er líka innan Sjálfstæðismanna ESB sinnar, en eiga þeir að láta kúa sig, mér heyrist það. Ragnheiður þorði, en Þorgerður Katrín þorði ekki, en auðvita átti hún að fara eftir sinni samvisku. Eru Sjálfstæðismenn ekki alltaf að hamra á því, en kannski gildir það bara fyrir hina flokkana. Svo skilst mér að þetta séu svik að styðja ekki formann sinn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.7.2009 kl. 11:32

21 identicon

Afsakið en ég skil ekki afhverju það er verra að sitja hjá en að greiða atkvæði með líkt og Ragnheiður gerði. Þið eruð flest öll nokkuð illa að ykkur ef þið getið bara kallað fólk með skoðanir kúludrottningar og þaðan af verra eflaust. Það virðist vera að gamaldags sjálfstæðismenn eins og þið eruð þrífist eingöngu við kúgunarstjórn bláu höndarinar sem nú situr með valminni í Skerjafirðinum og þjáist af drottnunaráráttu á háu stigi. Þorgerður er í versta falli fórnarlamb eigin sannfæringar. Í besta falli kemur hennar tími þegar heildsalaklíkan i sjálfstæðisflokknum leggst út af eftir að hafa misst fyrirtækinu vegna allra kúlulánana sem þeir tóku. Ekki er verið að skammast í þeim hér þó þeir standi í biðröðum í bönkunum og biðji sér griða og vilja að landsmenn taki fallið af þeim i formi afskrifta. Það er ljóst

Bjorn Steinbekk (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 13:33

22 identicon

Ragnheiður er málsvari okkar ESB sinna innan Sjálfstæðisflokksins (a.m.k. 25-30% flokksmanna)......segir Guðbjörn Guðbjörnsson, mér finnst það einmitt sanna að fleiri í þingliði Sjálfstæðisflokksins hafi kosið á móti þvert á skoðanir sínar og samvisku, þ.e. kusu á móti af því að formaðurinn sem veit hvorki hvort hann er að koma eða fara vildi það og mín skoðun er að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti til að vera á móti af því að hann er í stjórnarandstöðu.

Jónína (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband