Málningu slett hjá auđmönnum

Ekki fer á milli mála ađ útrásarvíkingarnir hafa breyst úr hálfguđum í hötuđustu menn samfélagsins á skömmum tíma. Ekki ţarf ađ undrast reiđi landsmanna. Mér finnst ţađ samt einum of ađ sletta málningu á hús auđmannanna. Ţeir eiga eftir ađ fá sína refsingu, sú hin mesta er reyndar sú ađ ţeir eru í raun ćrulausir hér heima á Íslandi. Ţeir munu ekki geta látiđ sjá sig hér á međan ţrifin er upp óreiđan eftir ţá.

Reiđin er mikil. Einhvern veginn verđur hún ađ fá útrás. Ţetta er ein leiđin, sú dapurlegasta ađ mínu mati. Miklu betra er ađ ráđast ađ ţessum mönnum eđa gagnrýna ţá međ skrifum og mćtti málefnalegra skođanaskipta heldur en međ skemmdarverkum. Ţeir hafa sjálfir unniđ mikil skemmdarverk á samfélaginu og hafa misst bćđi ćruna og veldi sitt vegna eigin grćđgi fyrst og fremst.

mbl.is Málning á hús Bjarna Ármanns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég er alveg sammála ţér, Stefán, hvađ ćru ţessara glćpamanna varđar, hún er fokin út í hafsauga.  En mig svíđur ţađ samt ekkert ţó einhverjir sletti málningu á hallirnar ţeirra.  Ćtli ţeir hafi ekki efni á ađ láta mála hjá sér aftur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.7.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Huxa ađ fólk treysti ţví ekki ađ ţeir fái neina refsingu enda eru margir í löngum og nánum tengslum viđ hinn annars ágćta Sjálfstćđisflokk, hvers takmark er ađ komast sem fyrst aftur ađ kötlunum.

Pétur Henry Petersen, 18.7.2009 kl. 15:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband