Sættir Steingrímur J. sig við aðför að Íslandi?

Hvað er að gerast í fjármálaráðuneytinu þegar það sættir sig við að Norræni fjárfestingabankinn hætti að lána Íslendingum og setji þeim afarkosti? Skilaboðin þar eru einföld og hótanirnar augljósar - Icesave-samningurinn fari í gegn ella allt sett í salt. Annars er Steingrímur J. löngu hættur að koma fólki að óvörum. Dugleysi hans og þvermóðska er algjör.

Þetta bætist ofan á þann aumingjaskap, sem varð opinber í gær, að láta íslenska ríkið borga lögfræðikostnað breskra stjórnvalda vegna Icesave. Afglöp íslensku samninganefndarinnar í því máli verða æ augljósari og ekki hægt að tala um neinn samning lengur. Allt fellur á Íslendinga.

Þetta er versti samningur sem hefur verið gerður af hálfu Íslendinga. Geti vinstriflokkarnir ekki stöðvað hann samviskusamlega og tekið þetta klúður sitt úr sambandi ber að fella þessa ríkisstjórn með öllum tiltækum ráðum.

Þeim hlýtur að líða illa sem treystu vinstri grænum fyrir atkvæði sínu í vor. Enginn flokkur hefur samið af sér kosningaloforðin og pólitíska samvisku sína fyrir völd og mjúka stóla með meiri hraða og aumingjabrag en þeir.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Jamm svo þú heldur Stefán að fáránleg efnahagsstjórn síðustu ára, sem endaði með kalda koli haustið 2008 sé allt Steingrími J að kenna. Þetta er satt best að segja mjög merkileg söguskýring. Þið Sjálfstæðismenn ættuð að líta ykkur nær!

Valgeir Bjarnason, 24.7.2009 kl. 08:58

2 identicon

Steingrímur étur allt ofan í sig þannig að það stendur blár loginn aftan úr honum!

En þetta er fólkið sem á að bjarga Íslandi!!

Össur vindhani sem snýst eftir því hvernig viðrar!

Steimgrimur bara gunga!

Jóhanna, ja, elliær skrukka sem sem getur ekki og mun aldrei geta staðið í þessari orrahríð!

Fáum Atla Gíslason og Pétur Blöndal til þess að redda málunum. Burtu með kellu og Svipugrím!

guðjon (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Norræni fjárfestingarbankinn lánaði nú síðast til okkar í október 2007 um það leiti sem skuldatryggingarálag á Íslenskabanka jókst. Og bankar hér almennt hættu að fá lán.

Þú hefur eins og aðrir trúað Ragnari Hall en hann ruglar saman lögfræðikostnaði og umsýslukostnaði við að greiða út IceSave innistæður til yfir 200 þúsund einstaklinga

Og skv. minnisblaði fjármálaráðuneytisins eru vextir á Icesave betri en á lánum AGS og lánum Noruðulandana.

Þannig að þessi rök eiga eiginlega ekki við til að rökstyðja að fella ríkisstjórnina. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Jón Lárusson

Kaldhæðnislegt þegar menn eins og viðskiptaráðherra segja "vini" okkar ekki vilja lána okkur lengur. Málið er að Bismark gamli hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði ríki ekki eiga vini heldur hagsmuni.

Það er augljóst að nú, sem svo oft áður, þá fara hagsmunir okkar og hinna norrænu nágranna okkar, ekki saman. Hvernig heldur fólk að þessir hagsmunir komi til með að aukast með okkur innan ESB. Það á að nota okkur sem byssufóður og stuðningsaðila við þeirra hagsmuni, eins og svo oft áður hefur verið gert í öðrum alþjóðlegum klúbbum. Hins vegar hafa Norðurlöndin oft stungið okkur í bakið og því kemur þessi hótun ekki á óvart. Hagsmunir hinna Norðurlandanna hafa nefnilega oftar legið með öðrum en okkur.

Jón Lárusson, 24.7.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Auðvitað gerir hann það!  Undirlægjan og ósjálfstæðið er þegar farin að láta til sín taka. Allir eru komnir í ESB gírinn og kosningaloforð hafa enga þýðingu lengur. Núna er aðalmálið að aðlaga sig að reglum og boðum frá Bruxelles. Þingmenn eru ekki lengur sjálfstæðar hugsandi verur, heldur "já" atkvæði Bruxelllestarinnar.

Allt sem var er ekki lengur og það sem átti að verða, hverfur fyrir stjörnuflöggum og kokteilboðum ....     spillingin heldur áfram, bara á nýjum vígstöðvum og á nýjum tungumálum.

Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband