Obama hopar - byrjendaklúður í Hvíta húsinu

Obama
Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, varð heldur betur illa á í messunni þegar hann réðst að lögreglumanni í Massachusetts á blaðamannafundi í vikunni og sakaði hann um heimskulegt athæfi í starfi þegar hann sinnti aðeins sinni vinnu. Til að bæta gráu ofan á svart sagðist Obama ekki þekkja staðreyndir málsins allar nógu vel. Obama ætlaði sér að blása til sóknar til að bjarga heilbrigðisfrumvarpi sínu frá því að stefna í Waterloo-baráttu en blaðamannafundurinn drukknaði alveg í þessum byrjendamistökum hans.

Eftir að hafa átt góða sex mánuði í Hvíta húsinu er nýjabrumið að fara af Obama. Honum hefur tekist illa upp í forystu sinni með heilbrigðisfrumvarpið og virðist vera að tapa fylgi. Könnun Rasmussen í dag mælir Obama með innan við 50% stuðning í fyrsta skipti á forsetaferlinum. Hann mælist neðar en Jimmy Carter, eins kjörtímabils líberal forseti demókrata, gerði sumarið 1977. Nú reynir á forystuhæfileika Obama. George W. Bush er ekki lengur leikari í atburðarásinni og nú þurfa demókratar að fara að leiða mál.

Obama gerði alvarleg mistök á þessum blaðamannafundi með orðavali sínu um lögreglumanninn. Hann missti stjórn á sér og hefur kallað yfir sig reiði lögreglumanna um öll Bandaríkin og hann hefur ekki grætt á þessu í einu sterkasta líberal ríki Bandaríkjanna, Massachusetts, ríki Kennedy-anna. Svona mikil byrjendamistök hlýtur að vekja spurningar um hvort Obama sé að mistakast í forystu sinni og sé að missa gríðarlega trausta stöðu í upphafi kjörtímabilsins úr höndum sér.

mbl.is Obama hringir í lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama er því miður enn ein strengjabrúða peningafla þar ytra og hefur lítið gert annað en að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar. Mjög sorglegt að sjá að Wall Street hefur aldrei haft meiri völd í nokkurri ríkisstjórn Bandaríkjanna ... og þá er mikið sagt.

Obama hefur raðað mönnum í kringum sig sem mökuðu krókinn á Wall Street svo aðgerðir ríkisstjórnar hans eru mjög ótrúverðugar og oftar en ekki hlægilegar. Ljóst er að skuldir Bandaríkjanna eru gríðalegar svo nú kallar á sölu ríkisskuldabréfa í magni sem menn hafa ekki séð síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Ómögulegt verður að selja bréfin án þess að þau beri himinháa vexti en á sama tíma er ill gerlegt að greiða niður skuldir ríkisins ef vextir eru of háir, s.s. dead end.

Október mun síðan án efa verða svartur aftur í ár þegar Kaliforníuríki "defaultar" að öllum líkindum á skuldbindingum sínum sem leiðir af sér aðra skuggalega dýfu fjármálaheimsins. Enn fleiri stórar stofnanir munu lýsa yfir gjaldþroti sem leiðir af sér sameiningu og meira vald færist á færri hendur.

Obama mun beita sér akkurat eins og af honum er til ætlast, þar sem þeir menn sem hafa raðað sér í kringum hann veita honum "faglega" handleiðslu, því miður.

Mæli með þessari heimildarmynd, The Obama Deception. Hressandi ný mynd af kauða. 

http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw

Snævar Sölvi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband