Ísland þarf að borga þvert á yfirlýsingar Steingríms

Nú er ljóst að þvert á allar yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar þurfa Íslendingar að borga kostnað Breta í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því að fjármálaráðherrann getur ekki sagt bara satt og viðurkennt hvað felst í samkomulaginu? Ég held að þjóðin sé búin að fá alveg nóg af svona útúrsnúningum og tilraunum til blekkinga.

Þessi ákvæði eru niðurlægjandi - íslenska samninganefndin hefur algjörlega beygt sig í duftið í samningsgerðinni. Hún samdi af sér, hugsaði um hagsmuni annarra en Íslendinga. Þetta eru mestu afglöp íslenskrar stjórnmálasögu.

Ekki þýðir fyrir vinstri græna að benda á aðra í þeim efnum. Þeir gerðu þennan samning og skrifuðu undir hann - bera á honum fulla ábyrgð og verða að taka skellinn á sig, enda útilokað að þjóðin sætti sig við svona afglöp.


mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll.

Held að það færi vel á því að þú kynntir þér til hlítar hvað hér er um að ræða áður en þú dregur þessar undarlegu ályktanir, sem reyndar virðast teknar beint úr munni forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Hér hefur þvert á móti kostnaður Íslands vegna uppgjörs innstæðna á þessum reikningum í hinum íslensku bönkum í Bretlandi og Hollandi, sem fyrrum stjórnvöld létu óátalið að væri stofnað til þrátt fyrir ítrekaðar aðvarani, verið lágmarkaður við uþb. 30 pund á hvern reikning en allan viðbótarkostnað bera viðkomandi þjóðir.  Gleymum því ekki að við erum að gera upp íslenskt óráðsíubú, á ábyrgð þeirra sem stjórnuðu Landsbankanum og þeirra stjórnvalda sem brugðust trausti þjóðarinnar.  Var það ekki framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sem var varaformaður bankaráðs Landsbankans?  Og voru það ekki sjálfstæðismenn sem héldu utan um landsstjórnina?

Árni Þór Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband