Frítt í strætó á Akureyri frá áramótum

Strætó Frítt verður í strætó Akureyringa frá og með 1. janúar nk. skv. fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar og tillögum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem liggja fyrir bæjarstjórnarfundi í dag. Samhliða þessu munu Hríseyingar fá frítt í ferjuna, en Akureyrarbær og Hríseyjarhreppur sameinuðust 1. ágúst 2004. 

Það var ein af helstu lykiláherslum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni í vor að frítt yrði í strætó innanbæjar og aðrir flokkar voru með svipaðar áherslur. Það eru viss tímamót fólgin í því að frítt verði í strætó hér innanbæjar og hlýtur að teljast metnaðarfullt verkefni hjá bæjaryfirvöldum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er ekkert frítt í strætó. Þetta er tekið af skattpeningum fólks. Þeir sem aldrei nota strætó borga sem sé hluta af miðanum fyrir þá sem nota strætó. Mér finnst nú slá mjög skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn skuli standa í svona sósjalisma.

Frelsi (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 20:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað kostar að reka strætó, en með þessum breytingu breytist grunngildið á bakvið reksturinn með þeim hætti að öllum bæjarbúum gefst að fara án þess að greiða. Ég held að þetta leiði til þess að hann verði meira notaður, allavega mun ég frekar fara með strætó þegar að þessi staða er komin á. En fyrst og fremst verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður eftir 1. janúar. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé ásamt öðrum flokkum að fara eftir vilja bæjarbúa, um þetta hefur mikið verið talað í bænum. En nú er það í höndum bæjarbúa hvernig tekið sé við þessu. En ég segi fyrir mig að ég vil mun frekar leggja peningana mína í almenningssamgöngur eins og strætó frekar en margt annað. Ég styð þetta því og skammast mín ekki fyrir það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.12.2006 kl. 20:20

3 identicon

Frítt í strætó allra hagur.

Ég lagði bíl mínum fyrir 2 árum og hef nýtt mér strætó til vinnu minnar og einkaerinda, mér til mikillrar lukku, ferðast örugg/stresslaus í hlýjum vögnum og hef mun betri yfirsýn yfir bæinn. og er fljótari í förum en ég var á einkabílnum.

Kostn. sem ég greiddi í fargjald á ári var nákvæmlega eins mánaðarlaun mín. þessi áramótaglaðningur er því góð kjarabót fyrir mig og fagna ég innilega.

Her sá bíll sem ekur færri ferðir um götur bæjarins er hagur allra bæjarbúa.

Minni mengun, minni gatnaviðgerðir, minni hávaði, færri bílaskaðar, færri slys,

og  þær ómælanlegu afleiðingar sem slys valda. 

Björg G. 

Björg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 22:02

4 identicon

Sem sjálfstæðismaður ollirðu mér vonbrigðum í þetta skiptið. Samt ertu afkastamikill og góður pistlahöfundur svo ég held áfram að lesa bloggið.

Unnþór (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 10:01

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Unnþór

Ég get ekki ímyndað að þau hundruð sem líti hér á vefinn í dagsins önn séu mér sammála um alla hluti. Það væri undarlegur bloggvefur sem ég ræki hér ef allir væru mér sammála um allt. En ég þakka þér fyrir að lesa vefinn og met það mikils, ef menn eru ósammála og eða ekki sáttir er hér kommentakerfi og menn geta auðvitað sent mér tölvupóst ef eitthvað er.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.12.2006 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband