Athyglisverðir listar Framsóknar í Reykjavík

Jón Sigurðsson Þá liggja framboðslistar Framsóknarflokksins í Reykjavík við komandi þingkosningar fyrir. Mesta athygli mína vakti að Akureyringur, búsettur upp í Skarðshlíð, skipar þrettánda sætið á listanum í Reykjavík norður. Ennfremur er þarna fólk sem býr í Kópavogi og Hafnarfirði, svo nokkrir merkir staðir séu annars nefndir. Leiðtogar framboðslistanna eru Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra.

Sú merkilega flétta er að Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður, er í öðru sætinu á eftir Jóni og Sæunn Stefánsdóttir, alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins, skipar annað sætið á eftir Jónínu. Fyrirfram taldi ég að Framsókn myndi hafa þetta með hinum hættinum og blanda listanum eftir kynjum. En þetta vekur allavega athygli, rétt eins og það að hafa fólk utan borgarinnar á listanum. Jón Sigurðsson er auðvitað með lögheimili í Kópavogi, en eins og flestir muna var Árni Magnússon með lögheimili í Hveragerði verandi þingmaður Reykjavíkur.

Jónína Bjartmarz Það eru nokkrar vikur síðan að Sæunn ákvað framboð í Reykjavík, en ekki í Norðausturkjördæmi. Lengi vel þótti allt stefna í að Sæunn yrði "Austfirðingurinn" á framboðslista flokksins hér í kjördæminu, enda búið örfá ár á Seyðisfirði og verið pólitískur aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar á kjörtímabilinu. Að lokum fór það svo að hún ákvað að halda tryggð við borgarkjördæmin og fór fram þar en skipti um kjördæmi og verður nú á lista með Jónínu. Sæunn varð alþingismaður þann 5. september er Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði af sér þingmennsku. Guðjón Ólafur varð þingmaður við afsögn Árna Magnússonar í mars.

En þetta eru merkilegir listar hjá framsóknarmönnum. Fyndnast af öllu telst væntanlega að einstaklingur með lögheimili hér upp í Skarðshlíð í þorpinu á Akureyri sé á framboðslistanum í nyrðri borgarkjördæminu.

mbl.is Jónína og Jón í fyrstu sætunum á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst ummæli snillingsins Össurar Skarphéðinssonar um Guðjón Ólaf frábær. Hann er "sprekið" sem fleytti á land eftir að (væntanlega drumbarnir) Árni og Halldór hættu við. Spýtan Sæunn Stefánsdóttir (úr Nýsi) rak víst líka á land.

Hræðilegar fréttir ef þetta fólk fær að ráða landinu um ókomna framtíð

Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:40

2 identicon

Mér fannst ummæli snillingsins Össurar Skarphéðinssonar um Guðjón Ólaf frábær. Hann er "sprekið" sem fleytti á land eftir að (væntanlega drumbarnir) Árni og Halldór hættu við. Spýtan Sæunn Stefánsdóttir (úr Nýsi) rak víst líka á land.

Hræðilegar fréttir ef þetta fólk fær að ráða landinu um ókomna framtíð

Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:41

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Án þess að ég hafi einhverja skoðun á framboðsmálum Framsóknar þá vill ég bara benda á að efsti maður á lista Sjálfstæðismanna á Suðurlandi er úr Hafnarfirði. Þannig að það virðist nú gerast í fleiri flokkum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.12.2006 kl. 01:11

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Undarlegur framboðslitsi. Guðjón Ólafur er ekki heppilegur frambjóðandi. Hann hefur finnst mér hrokafulla framkomu, kann ekki að vera diplómat, er sérstaklega uppsigað við konur, hefur ekki pólitískt nef.

Ef menn hafa ekki pólitíislt nef þá verða þeir aldri vinsælir. Framsókn ætlar ef til vill að bjóða hann fram með

Undarlegt framboð. Það á greinilega að bjóða á Guðjón fram með handafli ef svo mætti segja. Að mínu mati er hann hrokafullur í framkomu, er t.d. sérstaklega á nöp við konur að því er virðist, "vantar pólitíska nefið" ef svo mætti segja. Framsókn hefði verið betur sett með Sæunni í 2. sæti en það er þeirra val. Hefðu frekar unnið þingsæti á hana.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.12.2006 kl. 12:25

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Magnús

Árni M. Mathiesen fór í prófkjör og fékk umboð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi til að leiða framboðslistann. Það var ekki prófkjör hjá framsóknarmönnum í Reykjavík. En vissulega er skoðun mín á þessu sú að jafnan eigi fólk með lögheimili að sitja á framboðslistum þar og sú gagnrýni stendur alveg sama á hvað flokk litið er. En það er auðvitað tvennt ólíkt að hafa prófkjör og stilla upp.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.12.2006 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband