Íslandsvinurinn Eva - dugleysi íslenskra stjórnvalda

Eva Joly á heiður skilið fyrir að tjá máli Íslands á alþjóðavettvangi á þessum erfiðu tímum. Hún talar tæpitungulaust og stendur sig betur en þeir sem ráða för í ríkisstjórn Íslands, þeir sem ættu að vera að berjast fyrir því að Ísland sé ekki sparkað í svaðið. Aumingjaskapur íslenskra stjórnvalda, bæði þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og þeirrar sem áður sat, verður lengi í minnum hafður. Þar hefur verið setið hjá og horft á miskunnarlaust einelti gegn Íslandi, árás vestrænna þjóða á varnarlaust land.

Mér finnst það gott að Eva tali hreint út, segi sem allir vita að við stöndum ekki undir öllum skuldbindingum sem settar eru á íslensku þjóðina með valdi. Mér finnst það henni til sóma að tjá sig með þessum hætti. Þeir sem setið hafa í ríkisstjórn síðasta árið og gert hver mistökin á eftir öðrum ættu að taka boðskapinn til sín og viðurkenna fyrir sjálfum sér og íslensku þjóðinni að illa hafi verið að verki staðið og við sætt okkur við meira ofbeldi en við eigum að láta bjóða okkur orðalaust. 

Þau einu sem hafa talað hreint út til þjóðarinnar, peppað hana upp og talað kjark og kraft til þjóðarinnar eru Eva Joly og Davíð Oddsson. Þau segja bæði að við stöndum ekki undir þessum þunga, fólk muni flýja og Ísland verða eitt fátækasta land í heimi.

Skilaboðin eru einföld en þau tala bæði heiðarlega... tala þjóðarinnar á mannamáli. Þau standa sig betur en þeir sem eiga að vera að stjórna landinu.

Eðlilega er spurt hvar fólkið sé sem eigi að vera í þessu hlutverki? Eru þau kannski upptekin við að komast til Brussel?

Þau ættu að skammast til að fara nú til þeirra sem véla um þessi mál og reyna á hvort Ísland eigi einhverja vini.

Þau ættu að hlusta á Evu!


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán, íslensk stjórnvöld réðu Joly. Hún væri ekkert að segja þetta nema að þau hefðuð ráðið hana.

Ari (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 16:09

2 identicon

Dugleysi Íslenskra stórnvalda í oktober til desember 2008 eru að valda því að þjóðin er á heljar þröm, hvers vegna þetta dugleysi síðast liðið haust, líkleg skýringin er sú að styggja ekki vildar vini FL okksins og þar fór fremstur í flokki bakvaraðforsætisráðherrann sem sat í Seðlabankanum

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:26

3 identicon

Ég held að það sé miklu meira tekið á þvi sem Joly skrifar, af því hún er ekki íslensk.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjallar vildu láta reka hana ... hættir við það ??

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband