Íslensk stjórnvöld ósammála Íslandsvörn Joly

Greinilegt er á viðbrögðum úr forsætisráðuneytinu við greinaskrifum Evu Joly að einlæg vörn hennar fyrir Ísland á alþjóðavettvangi er litin hornauga. Á þeim bænum er ekki samhljómur með því sem Joly segir og því er pirringur aðstoðarmanns forsætisráðherra augljóst merki um að þessi ríkisstjórn hefur aldrei verið heiðarleg í að tala máli Íslands og reyna að ná viðunandi samningum af okkar hálfu.

Auðvitað er þetta sorgleg staðreynd. Enda ættu íslensk stjórnvöld að fagna þeim mikla bandamanni sem Eva Joly er. Leitun er að sterkari málsvara fyrir Ísland á alþjóðavettvangi, sem fær birta grein í fjórum blöðum í fjórum löndum, manneskja með sambönd og getur leikið lykilhlutverk í endurreisn Íslands.

Ekki virðist vera vilji fyrir því að nýta sér þau sambönd heldur er ráðist að henni. Ráðist að henni fyrir að verja Ísland. Þeim sem ráða för er ekki treystandi.

mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband