Andstaða eykst við ESB-aðild

Ég er ekki undrandi á því að andstaða aukist við aðild Ísland að ESB. Eftir atburðarás undanfarinna mánaða er ekki við því að búast að áhugi Íslendinga á að tilheyra Brussel-valdinu hafi aukist. Merkilegasta niðurstaðan í þessari könnun er einmitt sú að Íslendingar telja hag sínum ekki betur borgið innan ESB.

Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Slíkt gerðist ekki og ekki líkur á því að það muni gerast.

mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott að þjóðin er loksins að vakna til vitundar um hvað aðild hefur í för með sér. Gott að fá að sjá afdráttarlaust hverslags samningsaðstöðu við munum vera í ef við ösnuðumst í fangið á þeim. Vonandi verður "vinaþjóðum" okkar í Evrópu aldrei gefið Ísland

johanna (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef eitthvað er hefur umsóknin gert okkur ýmsan óskunda eins og að flækja Icesave-málið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband