Byrgið hefur skilað einum ársreikningi frá 2003

Byrgið Um fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en málefni Byrgisins. Sitt sýnist hverjum. Það er athyglisvert að sjá að Byrgið hefur aðeins skilað einum ársreikning til ríkisskattstjóra frá árinu 2003. Það vekur athygli í ljósi þess að meðtöldum þeim greiðslum sem ætlað er að Byrgið fái á næsta ári hefur það fengið tæplega 230 milljónir króna frá ríkinu. Þetta gerist þrátt fyrir að ekki sé skilað ársreikningum eða í ljósi hinnar svörtu skýrslu á árinu 2001.

Það er með ólíkindum að félagsmálaráðuneytið hafi ekki fyrr en nú beðið Ríkisendurskoðun um að taka út rekstur Byrgisins. Er það vel að það sé gert nú, en hefði átt að gera áður en samningur var gerður árið 2003 sem fjallað hefur verið um. Finnst mér þetta aðalatriði málsins. Það hlýtur að vera áfellisdómur yfir ríkinu að þar hafi verið greitt til fjölda ára án þess að peningaleg staða meðferðarheimilisins væri könnuð til fulls. Er þetta með algjörum ólíkindum og hlýtur að vekja margar spurningar. Þeim verður að svara, tel ég, og bíða menn nú eftir athugun ríkisendurskoðanda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband