Stjórn Kaupþings snuprar Finn bankastjóra

Mér finnst það merkilegt að stjórn Nýja Kaupþings snupri Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra, með yfirlýsingu um beina andstöðu við lögbannsbeiðni á fréttaflutning RÚV - hann hafi í raun verið einn að verki. Eðlilegt er að spyrja sig að því hvort Finni sé sætt sem bankastjóra Kaupþings eftir þetta fíaskó.

Reyndar er orðið tímabært að skipta út öllum stjórnendum bankanna, auglýsa stöður bankastjóra og skipa nýtt fólk til verka. Fyrir trúverðugleikann, fyrst og fremst.


mbl.is Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér, Stefán. Í fyrsta lagi var út í hött að fara fram á
lögbann eftir að gögnin voru þá þegar komin út um allan heim. Í öðru lagi
var undarlegt, að maður ekki segi fáránlegt, að fara fram á lögbann við
fréttaflutningi eins miðils en ekki hinna. Í þriðja lagi efast maður
einhvern veginn um dómgreind dómarans, sem kvað upp þennan úrskurð, einmitt í ljósi þess að um orðinn hlut var að ræða og að aðilum var mismunað með þessum furðulega úrskurði.

Magnús Óskar Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 00:53

2 identicon

Já, Finnur flaskaði þar illilega.

Fólk þarf að átta sig á hvers vegna stjórnir eru í fyrirtækjum. Stjórnir marka stefnu, markmið etc. en forstjórar og framkvæmdastjórar sjá um að framfylgja sýn stjórnarinnar. 

Finnur virðist hafa misskilið eitthvað, því þetta virðist frá honum persónlega komið. Maður í slíkri stöðu sem Finnur er, hefur ekki efni á persónulegum skoðunum sem er upp á kant við stjórnina.

nicejerk (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 08:08

3 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta Stebbi.

ThoR-E, 6.8.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á bankaleynd nokkuð við þegar um er að ræða gjaldþrota fyrirtæki eins og Kaupþing? Ég á ennþá eftir að sjá einhver rök sem mæla með því að verið sé að halda upplýsingum leyndum þegar peningar eru annars vegar. Ef um eðlilega hluti er að ræða þá hlýtur að vera í lagi þó aðrir viti um þá, en ef eitthvað óeðlilegat er á seyði þá þjónar það engum hagsmunum að halda því leyndum nema e.t.v. til að verja hagsmuni þeirra sem brotin fremja. Í báðum tilvikum skiptir ekki máli þó venjulegt fólk hafi tök á því að glöggva sig á þessu.

P.S. Ég er alveg viss um að sá sem myndi stofna algerlega gegnsæan banka á Íslandi í dag myndi ná til sín miklum viðskiptum því slíkur banki myndi ná að yfirstíga þá miklu tortyggni sem nú ríkir meðal almennings. Ef einhver situr á stofnfé sem hann vill koma í arðbæra fjárfestingu þá myndi ég hvetja viðkomandi til að hafa samband við mig um að útfæra þessa hugmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband