Styttist í jólin

JólabjallaŢađ styttist í jólin. Eftir nákvćmlega fjóra sólarhringa, á slaginu 18:00, hefst ţessi mikla hátíđ ljóss og friđar. Ég klárađi ţađ síđasta tengt jólunum í gćrkvöldi er ég keypti síđustu jólagjafirnar, en ég átti bara tvćr eftir. Jólakortin eru svo komin í póst, en ţau skrifađi ég fyrir mánuđi síđan. Finnst alltaf gott ađ vera búinn ađ ţessu fyrir afmćliđ mitt sem er í blábyrjun sjálfra jólanna, eins og ţeir vita sem ţekkja mig.

Ég var ađ koma áđan úr jarđarför Snćborgar, frćnku minnar, sem var jarđsungin frá Akureyrarkirkju nú eftir hádegiđ. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ hún hafi dáiđ södd lífdaga og veriđ fyrir löngu farin í huganum frá ćttingjum sínum en ţađ er alltaf eftirsjá ţegar ađ nánir ćttingjar hverfa úr ţessum heimi auđvitađ. Annars byrjađi ţetta ár erfiđlega fyrir mig međ andláti Kidda, ömmubróđur míns. Ţađ dauđsfall kom á vondum tíma fyrir mig og ég var nokkurn tíma ađ vinna mig frá ţví. Ţađ er bara eins og ţađ er.

En jólin koma auđvitađ. Ég settist niđur seint í gćrkvöldi og hlustađi á fallega jólatónlist og hugsađi međ mér hversu yndislegt ţađ sé ađ vera búinn ađ öllu fyrir jólin og vera ekki partur af ţessu skelfilega jólastressi sem mćtti mér í búđunum seint í gćrkvöldi. Ţađ er notalegt ađ byrja ţennan undirbúning snemma og klára hann snemma líka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband