Uppgjörsbomba frá rannsóknarnefndinni

Páll Hreinsson undirbýr okkur nú fyrir algjöra bombu frá rannsóknarnefnd um bankahrunið. Ég tel reyndar að allir hafi búist við mjög svartri skýrslu, enda er öllum ljóst að stjórnkerfið á flestum sviðum brást í aðdraganda hrunsins.

Þetta þarf allt að gera upp - fyrst og fremst til að skapa trúverðugleika til framtíðar. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við neinn hvítþvott.... heiðarlegt uppgjör er mikilvægt.

Ég hef haft mikla trú á þessari rannsóknarnefnd frá því að hún var skipuð. Þar er fólk sem ég treysti til að koma með heiðarlegt uppgjör, í allar áttir.

Eflaust verður þetta bomba... veit ekki hvort hægt er að búast við öðru þegar annað eins hrun hefur sligað heila þjóð.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að gefa þér það að eini Sjálfstæðismaðurinn sem lesið á blogginu sem reglulega "vogar sér" að gagnrýna flokkinn, tek ofan hatt minn fyrir  þér fyrir það.  Ég hylli ekki fólk sem gagnrýnir til að gagnrýna og öðlast vinsældir (sama hvaða flokk), en mér finnst þú blessunarlega vera laus við það.  Þú virðist meina það, hvort sem lof eða last. 

AS (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 02:25

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta útspil Páls er verulega furðulegt, að segja eftir þrjá mánuði ætla ég að segja ykkur eitthvað ferlegt.  Er hann að vara einhverja við svo þeir geti komið sér í skjól eða er þetta svona "ég á leyndamál og enginn veit það nema ég" en það er ekkert gaman eða eiga leyndarmál sem enginn veit um svo ég verð að gefa eitthvað í skyn.

Einar Þór Strand, 9.8.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Er algerlega sammála þér Stefán Friðrik!

Mér finnast tíðindin því góð, þótt ekki séu þau gleðileg.

Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband