Verður sannfæring Ögmundar snarbeygð?

Brátt ræðst hvort Ögmundur Jónasson verði hetja þeirra sem vilja jarðsyngja afleitan Icesave-samning Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar eða snarbeygður kokgleypir Samfylkingarinnar, sem þarf að gefa eftir sannfæringu sína í einu mesta hitamáli síðustu áratuga, væntanlega lýðveldissögunnar allrar. Ögmundur hefur lagt margt undir með því að taka slaginn. Falli hann á sverðið til að bjarga ríkisstjórninni, bjarga andliti Samfylkingarinnar og heilagrar Jóhönnu frá niðurlægjandi ósigri verður lítið eftir af hugrekki eða pólitískum sannfæringartóni Ögmundar.

Sífellt betur kemur klofningur vinstri grænna í þessu mikla hitamáli í ljós, fyrst og fremst átök Ögmundar við Steingrím J. Sigfússon og helstu stuðningsmenn hans, sem hafa kokgleypt pólitíska sannfæringu sína fyrir völdin og bitlinga. Örlög þeirrar baráttu fylgir með í þeim slag um sannfæringu þingmanna sem fram fer bakvið tjöldin. Ögmundur og fleiri þingmenn vinstri grænna beygðu sig í ESB-málinu en eiga augljóslega erfitt með að sætta sig við ofurefli Samfylkingarinnar í þessu máli, máli sem ræður örlögum flokka og stjórnmálamanna um árabil, tel ég.

Vinstri grænir eru lemstraðir eftir þetta samstarf. Þegar eitthvað bjátar á kemur Jóhanna fram og hótar, eftir fylgir svo Össur yfirformaður og talsmaður Samfylkingarinnar þegar hinn ósýnilegi forsætisráðherra er ekki til staðar. Þetta eru undarleg vinnubrögð og minna frekar á farsa en alvöru stjórnmál á örlagatímum.

Ögmundur á eflaust erfitt val fyrir höndum; hvort valdastólar eða sannfæring sé heiðarlegra hnoss í pólitísku lífi hvers stolts manns.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gaman að sjá mann sem jafnan hefur hallmælt Ögmundi smjaðra fyrir honum og skjalla þegar von er til að það henti markmiðum Sjálfstæðisflokksins.. 

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Góður pistill Stefán

Ögmundur mun greiða atkvæði með ráðherrastólnum - það er enginn vafi á því í mínum huga

Óðinn Þórisson, 11.8.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband