Umferðarslys og Hvalfjarðargöng

Mikil mildi er að vel fór í Hvalfjarðargöngunum áðan í þriggja bíla árekstri. Ég man vel eftir því að áður en göngin voru vígð var mikil talað um að þau yrðu slysagildra og varla treystandi að keyra þar um. Hrakspárnar voru miklar.

Eftir áratug hafa fá alvarleg slys verið þar og meira að segja þeir sem vöruðu við göngunum keyra þau frekar en fara Hvalfjörðinn. Þau hafa reynst trygg og traust - góður samgöngumáti.

Eflaust munu þau verða enn traustari samgöngumáti þegar hliðargöng verða komin í fyllingu tímans.

mbl.is Umferð beint um Hvalfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Mér þykir hvalfjarðargöngin vera mjög örugg og þægileg til aksturs.

bý á Akranesi og nota göngin þó nokkuð. 

Skil ekki hvernig hægt er að lenda í slysi þarna.. ekki nema annar aðilinn gleymi sér og fari yfir á rangan vegarhelming.. eða hreinlega sofni eða eitthvað...

sumir eiga bara að taka rútuna .. það er greinilegt.

ThoR-E, 11.8.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband