Fer talsmaður Björgólfsfeðga til starfa fyrir ríkið?

Mér finnst það merkileg kjaftasaga að Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, hafi hitt Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, á fundi í dag í félagsmálaráðuneytinu. Hvað voru þeir að ræða? Er Ásgeir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar, kannski að fara til starfa í ráðuneytinu eða fyrir Samfylkinguna í stjórnkerfinu? Ekki nema von að spurt sé.

Eðlilegt er að velta því fyrir sér af fullri alvöru hvort það sé möguleiki að talsmaður þessara umdeildu viðskiptajöfra, sem stóðu fyrir hinu margfræga Icesave, sé að verða pólitískur starfsmaður í stjórnkerfinu.

Eins og flestir vita var Ásgeir Friðgeirsson í þingframboði fyrir Samfylkinguna í kosningunum 2003 og hefði orðið þingmaður flokksins eftir afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar árið 2005 hefði hann viljað.

Hann ákvað frekar að verða talsmaður Björgólfsfeðga. Er hann nú að fara aftur í pólitísk verkefni fyrir Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband