Hranaleg vinnubrögð - erfið staða Borghildar

Segja verður alveg eins og er að framkoman við Borghildi Guðmundsdóttur er vægast sagt ömurleg... þetta mál einkennist af hranalegum vinnubrögðum enda augljóst að hún muni eiga erfitt að fóta sig í Bandaríkjunum á þröngum tímaramma.

Enginn er að tala um að hún vinni einhvern fullnaðarsigur í málinu eða sitji ein af forræði barnanna. Eðlilegast hefði verið að þetta mál gæti klárast með skynsamlegum hætti og mannsæmandi vinnubrögðum.

Borghildur hefur komið vel fyrir við að tala sínum málstað... ekki talað í upphrópunum og haldið sinni stillingu við erfiðar aðstæður. Held að hún hafi fengið mikinn stuðning meðal landsmanna.


mbl.is Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég hef nú minnstar áhyggjur af hver fer með forsjá barnanna svona yfirleitt, Það virðist svo að báðir foreldrar séu ásáttir um að umgengni við það foreldri sem börnin búi ekki hjá fari fram og það skiptir mestu.

Ég hef hinsvegar meiri áhyggjur af afstöðu almennings í málinu,

Hér á landi er fjöldi barna sem ekki fá að hitta annað foreldri sitt vegna frekju og yfirgangs hins foreldrisins. Það er það sem ætti að hafa raunverulegar áhyggjur af. Sýslumaður dregur lappirnar í þeim málum og ættu yfirvöld að sjá sóma sinn í því að koma þeim málum í lag í hvelli. 

Hvergi annarsstaðar í veröldinni yrði slíkt látið líðast árum saman eins og gert er hér á landi.

Í raun ætti að varpa þeim embættismönnum í grjótið umsvifalaust sem ábyrgð bera á því að ekkert sé gert í því að fjöldi barna þjást vegna aðgerðaleysis þeirra.

Jóhann Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 10:46

2 identicon

Hæðstiréttur Íslands er stórklíka einkavina þeirra stjórnmálamanna og afla sem hafa verið ríkjandi hér á landi síðastliðin 20 ár eða svo.  Dómar Hæðstaréttar eru sumpart margir fleipur byggðir á rógburði og lygaþvættingi sem ómögulegt virðist að fá leiðrétt þegar bullið hefur verið hent út.

Það eiga þrír domarar að koma að því að dæma mál fyrir Hæstarétti amk.  Venjulega er það bara einn dómari í hverju máli sem vinnur vinnu en hinir bara kvitta uppá nafnið sitt án þess að skoða málið frekar.  Það eru dæmi um að lygaáróður og bullrökstuðningur liggi bakvið dóma sem eru settir fram fullkomlega ábyrgðarlaust af Hæstarétti.

Þessi stofnun sem á að njóta virðingar hefur gjaldfellt sig með ábyrgðarlausum hætti og fáranlega illa ígrunduðum og ekkert rökstuddum dómum sem brjotið hafa mannréttindi og mannleg gildi.

Hæstiréttur Íslands ætti að leggja niður og koma með annað dómstig sem eru fagleg og þar sem réttvísin er höfð að leiðarljósi en ekki einkavinahagsmunir og pólitik.

það eitt að vera með domara sem þekktir eru fyrir politiskar skoðanir og störf, segir meir en nokkuð annað um það hvað Hæstiréttur missir sín.

G (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband